Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 14:15 Um er að ræða tvö atvik, annað sem gerðist á tíunda áratug síðustu aldar. Getty Images Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira