Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 15:24 Jeff Clemmensen (t.v.) og Daníel Geir Moritz unnu gott dagsverk í gær. Vilborg Stefánsdóttir Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri. Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri.
Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent