Lífeyrissjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir útboð Hampiðjunnar
![Hjörtur Erlendsson, forstóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarsonar, forstjóri Nasdaq Iceland, þegar félagið var skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni föstudaginn 9. júní síðastliðinn.](https://www.visir.is/i/B7016747C0191A5CF71806E2526ED5D5E2877B76DF77C5A783391FD8BBC5F99A_713x0.jpg)
Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/ACB4F5F5D94D53F427C61F1CFFA5079FA7FE05AFCF284A20CD4CED111BACDDA9_308x200.jpg)
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar
Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.