Sumarkosningar í fyrsta sinn: Spánverjar kjósa til þings í dag Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætisráðherra Spánar, greiðir atkvæði í þingkosningunum í morgun. Hann freistar þess að fá endurnýjað umboð kjósenda til þess að leiða samsteypustjórn vinstri flokkanna. Borja B. Hojas/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag í þingkosningum sem fara fram í gríðarlegum hita, en þetta er í fyrsta sinn sem kosið er að sumri til á Spáni. Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Meiri hávaði en innihald Kosningabaráttan hefur verið stutt og snörp, og eins og spænskur blaðamaður lýsti henni í hlaðvarpi fyrir helgi; hún hefur verið meiri hávaði en innihald. Besta lýsingin er kannski að fyrir frambjóðendur og flokkana hefur hún verið eins og að fara í djöfullegan rússíbana. Pedró Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, boðaði nefnilega til kosninga í lok maí, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar, þar sem vinstri flokkarnir biðu afhroð. Þannig að ein kosningabarátta tók við af annarri. Alberto Nuñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, greiðir atkvæði í Madrid í morgun. Hann er talinn eiga nokkuð góða möguleika á að velta vinstri stjórninni úr sessi.Oscar J. Barroso/Getty Images Hægri blokkin var sigurviss í upphafi Hægri flokkarnir tveir, Lýðflokkurinn og VOX sigldu því úr vör, fullir sigurvissu og fyrstu skoðanakannanir sýndu að þeir voru mjög sigurstranglegir og allt stefndi í að hægri stjórn tæki við í landinu að loknum kosningum. Og til að bæta um enn betur, þá bókstaflega rassskellti Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins sem leiðir hægri vænginn, Sánchez forsætisráðherra í eina sjónvarpseinvígi þeirra tveggja. Sánchez sá hreinlega aldrei til sólar í þeim umræðum. Taflið snýst við... eða hvað? En svo hefur taflið snúist verulega við á síðustu dögum. Það hófst með því að Feijóo fór með rakalausan þvætting um þróun eftirlauna og hækkun þeirra í gegnum tíðina í viðtali í ríkissjónvarpinu, fréttamaður ríkissjónvarpsins, rak hann samstundis á gat og þetta hefur fylgt honum alla vikuna. Til að bæta gráu ofan á svart þá neitaði hægri flokkurinn, Lýðflokkurinn, svo að taka þátt í lokaumræðum stjórnmálaleiðtoganna á miðvikudag, þar voru bara fulltrúar VOX og svo fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Sumar, sem er kosningabandalag allra flokka vinstra megin við sósíalista og svo Sósíalistaflokkurinn. Þetta gaf leiðtogum vinstri flokkunum kjörið tækifæri til að skjóta linnulaust á fyrirhugað stjórnarsamstarf Lýðflokksins við VOX sem er lýst sem öfgahægriflokki og margir tala hreinlega um sem hreinræktaðan fasistaflokk. Og það án þess að Lýðflokkurinn sem er stærsti flokkurinn í augnablikinu gæti varið sig. Engar skoðanakannanir hafa verið leyfðar síðan á mánudag, þannig að staðan er óljós og gríðarlega spennandi, en það er óhætt að segja að vinstri menn á Spáni vöknuðu bjartsýnni í dag en þeir gerðu fyrir viku. Mikill hiti er víðast hvar á Spáni þessi dægrin og það hefur verið mönnum nokkuð áhyggjuefni að þingkosningar skuli fara fram á þessum tíma árs, í fyrsta sinn. Viftum og vatni hefur verið dreift í ómældu magni á alla kjörstaði á síðustu dögum.Carlos Lujan/Getty Images Mikill hiti getur haft áhrifa á kjörsókn Hins vegar hafa menn nokkrar áhyggjur af kjörsókn vegna mikils hita. Það er víða kosið í skólum og þeir eru ekki með góða loftkælingu þar sem skólastarf liggur jú niðri yfir sumartímann. Bara í Madrid var 2.700 viftum dreift í skólana í gær og tugþúsundum lítra af vatni. Tvær og hálf milljón kjósenda af 37 milljónum sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði utan kjörfundar, sem er algert met, einfaldlega vegna þess að stór hluti þjóðarinnar er í sumarleyfi á þessum árstíma og menn óttast að kjörsókn verði dræmari en ella, einmitt vegna mikils hita og sumarleyfa. Kjörstaðir opnuðu kl. 9 í morgun, þeir verða opnir til 8 í kvöld og fyrstu tölur eru boðaðar klukkan 22.30, það er klukkan hálf 9 að íslenskum tíma.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent