Innlent

Lindar­hvoll, strand­veiðar og inn­flytj­enda­mál

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi er fyrsti gestur Sprengisands í dag og svarar því meðal annars hvernig stendur á þessum mikla mun á skýrslu embættisins og greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, í Lindarhvolsmálinu.

Þeir Bjarni Jónsson alþingismaður og Kjartan Páll Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands ætla að skiptast á skoðunum um strandveiðar. Bjarni skrifaði grein í dag þar sem hann virðist hreint ekki sammála flokksystur sinni, matvælaráðherranum, um endalok strandveiðanna á þessu ári.

Þær Margrét Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir alþingismaður ætla að skiptast á skoðunum um innflytjendamál en Margrét hefur lýst því yfir að velferðarkerfið í Reykjanesbæ sé komið að þolmörkum og rúmlega það vegna innflytjenda.

Í lok þáttar mætast þeir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og rökræða nýjar tillögur Innviðaráðherra um umbætur á húsnæðismarkaði.

Fylgjast má með umræðunum í hljóði og mynd í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×