Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 22:46 Alderney eyjan hefur yfir að búa gríðarlegri náttúrufegurð. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni. Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni.
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira