Fyrir leik var Vestri í 9. sæti með einu stigi minna en Þór. Eina mark leiksins kom á 80. mínútu sem tryggði Vestra stigin þrjú. Vestri fór því yfir Þór í töflunni og hoppaði upp í sjötta sætið.
Það var meira fjör í Lengjudeild kvenna þegar FHL fékk Grindavík í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllinni. Katrín Edda Jónsdóttir kom FHL yfir en tveimur mínútum síðar jafnaði Arianna Lynn Veland. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik kom heldur fjörugur tíu mínútna kafli. Helga Rut Einarsdóttir byrjaði á að gera sjálfsmark, Björg Gunnlaugsdóttir kom síðan FHL í 3-1 en Rósey Björgvinsdóttir fékk síðan rautt spjald. Viktoría Sól Sævarsdóttir minnkaði síðan muninn fyrir Grindavík.
Björg Gunnlaugsdóttir skoraði síðan fjórða mark FHL í uppbótartíma og FHL vann 4-2 sigur gegn Grindavík.