Gosmóða suðvestanlands og á Suðurlandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2023 12:01 Nokkur gosmóða er nú Suðvestanlands og á Suðurlandi. arnar halldórsson Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að gosmóðan líti út eins og þokuloft og dragi úr skyggni. Í morgun hafa mæst hækkuð gildi á fínu svifryki víða suðvestanlands en agnirnar geta verið ertandi fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir og ættu þeir að forðast óþarfa áreynslu utandyra á meðan þetta ástand varir. Þá er búist við að SO2 gas frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum beinir því til fólks með hjarta- eða lungnasjúkdóma að fara ekki að gossvæðinu sem verður opið í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að gærdagurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Aðstoða þurfti þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið auk þess sem aðstoða þurfti fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæðið. Úlfar minnir þá sem ætla að gosstöðvunum á að klæða sig eftir veðri og hafa næga hleðslu á farsímum. „Bara fara gætilega og taka með sér nesti. Ég geri ráð fyrir að flestir fari Merardalaleiðina, það er sú leið sem við mælum með.“ Almannavarnir hafa einmitt biðlað til fólks að ganga ekki að gosinu frá Vigdísarvallavegi sem opnaður var í gærmorgun enda engin stikuð gönguleið að gosinu og leiðin því erfiðari og hættulegri. „Ég mæli með að fólk labbi inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi og velji Merardalaleið. Þetta er einföld gönguleið og það er kannski ekki ástæða til að fara hana að enda. Þetta er ekki erfið leið en það tekur tíma að ganga hana. Það er sú leið sem við mælum með.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að gosmóðan líti út eins og þokuloft og dragi úr skyggni. Í morgun hafa mæst hækkuð gildi á fínu svifryki víða suðvestanlands en agnirnar geta verið ertandi fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir og ættu þeir að forðast óþarfa áreynslu utandyra á meðan þetta ástand varir. Þá er búist við að SO2 gas frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum beinir því til fólks með hjarta- eða lungnasjúkdóma að fara ekki að gossvæðinu sem verður opið í dag. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að gærdagurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Aðstoða þurfti þrjá erlenda ferðamenn sem treystu sér ekki til að ganga til baka niður Meradalaleið auk þess sem aðstoða þurfti fjölskyldu með tvö lítil börn sem voru úrvinda af þreytu og koma þeim niður á bílastæðið. Úlfar minnir þá sem ætla að gosstöðvunum á að klæða sig eftir veðri og hafa næga hleðslu á farsímum. „Bara fara gætilega og taka með sér nesti. Ég geri ráð fyrir að flestir fari Merardalaleiðina, það er sú leið sem við mælum með.“ Almannavarnir hafa einmitt biðlað til fólks að ganga ekki að gosinu frá Vigdísarvallavegi sem opnaður var í gærmorgun enda engin stikuð gönguleið að gosinu og leiðin því erfiðari og hættulegri. „Ég mæli með að fólk labbi inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi og velji Merardalaleið. Þetta er einföld gönguleið og það er kannski ekki ástæða til að fara hana að enda. Þetta er ekki erfið leið en það tekur tíma að ganga hana. Það er sú leið sem við mælum með.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Loftgæði Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira