Telja sig hafa leyst áratuga gamalt morðmál Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 23:05 Laura Kempton fannst myrt þann 28. september árið 1981. Málið var óleyst í rúma fjóra áratugi en nú virðist vera komin niðurstaða í það. New Hampshire Attorney General Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton. Laura Kempton var nemi í borginni Portsmouth í New Hampshire og starfaði auk þess í gjafavöruverslun og ísbúð. Lögregluþjónn sem átti að færa Kempton stefnu fyrir stöðubrot fann hana látna í íbúðinni sinni. Búið var að binda rafmagnssnúru utan um fætur Kempton og símalínu utan um háls hennar og axlir. Undir höfðinu hennar var gólfmottan blóðug og leiddi krufning í ljós að hún lést af völdum höfuðhöggs. Síðast hafði sést til hennar á lífi fyrr um morguninn, að koma ein heim til sín. Lögregla safnaði sönnunargögnum á vettvangi, meðal annars sígarettustubb, kodda og glerflösku. Í ljós kom að erfðaefni á sönnunargögnunum tilheyrði karlmanni. Það dugði þó ekki til að leysa málið á sínum tíma og í rúm fjörutíu ár bar rannsókn engan árangur. Öryggisvörður hafi myrt Kempton Í fyrra hóf lögreglan í Portsmouth að vinna með erfðarannsóknarstofum í New Hampshire og Maine til að reyna að leysa málið. Svo virðist sem það hafi tekist því samkvæmt AP telur lögreglan nú að maður að nafni Ronney James Lee beri ábyrgð á morðinu á Kempton. Lee var 21 árs og vann sem öryggisvörður þegar Kempton var myrt. Ekki var vitað til þess að það væru nein tengsl á milli hans og Kempton. Hann lést árið 2005 eftir að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni en samkvæmt John Formella, ríkissaksóknara New Hampshire, hefði Lee verið ákærður fyrir morðið ef hann væri ennþá á lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Laura Kempton var nemi í borginni Portsmouth í New Hampshire og starfaði auk þess í gjafavöruverslun og ísbúð. Lögregluþjónn sem átti að færa Kempton stefnu fyrir stöðubrot fann hana látna í íbúðinni sinni. Búið var að binda rafmagnssnúru utan um fætur Kempton og símalínu utan um háls hennar og axlir. Undir höfðinu hennar var gólfmottan blóðug og leiddi krufning í ljós að hún lést af völdum höfuðhöggs. Síðast hafði sést til hennar á lífi fyrr um morguninn, að koma ein heim til sín. Lögregla safnaði sönnunargögnum á vettvangi, meðal annars sígarettustubb, kodda og glerflösku. Í ljós kom að erfðaefni á sönnunargögnunum tilheyrði karlmanni. Það dugði þó ekki til að leysa málið á sínum tíma og í rúm fjörutíu ár bar rannsókn engan árangur. Öryggisvörður hafi myrt Kempton Í fyrra hóf lögreglan í Portsmouth að vinna með erfðarannsóknarstofum í New Hampshire og Maine til að reyna að leysa málið. Svo virðist sem það hafi tekist því samkvæmt AP telur lögreglan nú að maður að nafni Ronney James Lee beri ábyrgð á morðinu á Kempton. Lee var 21 árs og vann sem öryggisvörður þegar Kempton var myrt. Ekki var vitað til þess að það væru nein tengsl á milli hans og Kempton. Hann lést árið 2005 eftir að hafa tekið of stóran skammt af kókaíni en samkvæmt John Formella, ríkissaksóknara New Hampshire, hefði Lee verið ákærður fyrir morðið ef hann væri ennþá á lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira