Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup SuperNova í ár Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 18:30 Teymin sem taka þátt í Startup SuperNova, Astrid EdTech,GET Ráðgjöf, GæðaMeistari, Lóalóa, Modul Work, Revolníu, Skarpur, Soultech. Á myndina vantar KuraTech og Lykkjustund Þóra Ólafsdóttir Búið er að velja þau tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova í ár. Framkvæmdastjóri Klak-Icelandic Startups segir ánægjulegt hve margar umsóknir bárust en alls kepptu á þriðja tug sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala Nýsköpun Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Sprotafyrirtækin tíu sem taka þátt í hraðlinum vinna að nýsköpun á alls konar sviðum. Þar má til dæmis nefna snjallforrit með heilandi tíðnir sem eiga að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, gagnvikar prjónauppskriftir og gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingariðnað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” er haft eftir Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak - Icelandic Startups, í tilkynningu um hraðalinn. Hér fyrir neðan má sjá sprotafyritækin tíu sem taka þátt. Astrid EdTech Astrid EdTech segir sögur um loftslagsmál og hvetur ungt fólk til að fræðast, ræða nýjar hugmyndir og taka af skarið. Í teyminu eru þau Ásta Olga Magnúsdóttir, Vanessa Carpenter, Geir Borg, Beatriz Prados, Sunna Mogensen, Lemke Mejer, Haukur Hilmarsson og Laufey Stefánsdóttir GET Ráðgjöf GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. Í teyminu eru þau Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Eyvindur Tryggvason GæðaMeistari GæðaMeistarinn er gæðastjórnunarkerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki í byggingariðnaði. Einföld, skýr og hagstæð lausn sem bætir gæði og lækkar kostnað. Í teyminu eru þau Sunna Ösp Þórsdóttir, Sara Hvanndal Magnúsdóttir, Reynir Viðar Ingason og Jón Andrés Vilhelmsson KuraTech KuraTech margfaldar virði þrotabúa með sjálfvirknivæðingu og aukinni yfirsýn fyrir skiptastjóra. Í teyminu eru þau Kristján Óli Ingvarsson, Árni Steinn Viggósson og Sara Árnadóttir Lykkjustund Lykkjustund (e. Knittable) eykur sköpunargleði prjónara með því að bjóða upp á gagnvirkar prjónauppskriftir sem aðlagast hugmynd prjónarans, virka fyrir allar garntegundir og koma í öllum stærðum. Lausnin styttir tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkutímum niður í mínútur fyrir almenna prjónarann og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustundir fyrir prjónahönnuði. Í teyminu eru þau Nanna Einarsdóttir, Renata Sigurbergsdóttir Blöndal og Jón Þorsteinsson Lóalóa Lóalóa er einföld lausn fyrir söfn af myndböndum og öðru efni. Kerfið bæði geymir efni og dreifir því á ýmsa miðla auk þess að hverju safni fylgja sérsniðnar vefsíður sem hægt er að koma fyrir undir hvaða vef sem er. Í teyminu eru þeir Tinni Sveinsson, Valur Hrafn Einarsson og Sverrir Vilhjálmur Hermannsson Modul Work Modul Work er skýjalausn sem eykur starfsánægju með virkri þátttöku fólks í starfsþróun sinni í gegnum beinan eignarhlut í sínu starfi með notkun lifandi starfslýsinga. Lifandi starfslýsingar eru gagnvirk sniðmót sem smætta störf í verkefni þar sem teymi hafa yfirsýn og samstarf um verkaskiptingu í síbreytilegu vinnuflæði með aðstoð gervigreindar.Í teyminu eru þau Kristinn Freyr Haraldsson, Vilborg Þórðardóttir, Mats Lennartsson og Jónas Óskar Magnússon Revolníu Revolníu býr til heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál, svefn og einbeitingu, og hjálpa fólki með heyrnarsuð (tinnitus). Við erum að búa til snjallforrit og erum að þróa heyrnartól/heilaskanna. Í teyminu eru þau Baldur Vignir Karlsson, Georg Holm, Kristján Þór Héðinsson og Einar Jón Einarsson Skarpur Skarpur þróar nýja hugbúnaðarlausn til að umbylta plönunargeiranum. Kerfið býr sjálfvirkt til og viðheldur bestuðum plönum sem gerir þér kleift að bregðast snögglega við breytingum, minnka handavinnu og taka reksturinn þinn á nýtt stig í hagkvæmni og skilvirkni. Í teyminu eru þeir Aron Ásmundsson og Eyþór Helgason Soultech Soultech þróar hugbúnað sem umbreytir samvinnu almennings & sálfræðinga. Okkar sýn er að allir, óháð fjárhag & staðsetningu hafi aðgang að sálfræðiaðstoð & sjálfshjálpar-sálfræðimeðferðum. Í teyminu eru þau Bryndís Lóa Jóhannsdóttir, Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson og Sophia Barcala
Nýsköpun Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira