Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 11:36 Í dag verður Vigdíarvallaleið opnuð að gosinu. Þar er þó engin merkt gönguleið og gangan talsvert erfiðari en frá Suðurstrandavegi. Vísir/Arnar Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56