Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 21:31 Úrslitaleikir Gothia Cup fara fram á Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Vísir/Getty Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“ Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira