Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:01 Druslugangan verður haldin í ellefta sinn um helgina. Druslugangan Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan) Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan)
Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira