Rógburður SFS í stuttu máli Kjartan Páll Sveinsson skrifar 19. júlí 2023 15:30 Nú er farinn í hönd sá tími sem áróðursmaskína SFS fer í yfirsnúning. Það virðist vera árviss viðburður að þegar ótímabær stöðvun strandveiða ber að garði og óréttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins blasir við þjóðinni, þá tínir SFS til kjaftasögur til þess að sverta strandveiðar, gjarnan á forsendum sem eru algjörlega órökstuddar. Seinasta dæmi þess er grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, „Strandveiðar í stuttu máli“. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við að trúa þeim fullyrðingum sem frá SFS koma. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlegi atvinnurógur kemur? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi talar Heiðrún um „aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda“, eins og það sé óhagganlegt náttúrulögmál. Litið er framhjá þeirri staðreynd að meirihluti Íslendinga telur íslenskan sjávarútveg vera spilltan, mengandi og skapa verðmæti fyrir fáa. Frávik frá þessum einkennum kvótakerfisins ættu því að vera af hinu góða, en Heiðrún telur að þau leiði til aukins útgerðarkostnaðar, verri umgengni um auðlindina og fjölgun slysa. Hún sleppir alveg að rökstyðja þessar fullyrðingar. Óljóst er í hverju aukinn útgerðarkostnaður felst, en væntanlega á hún við hlutfall aflaverðmætis sem ekki ratar í vasa útgerðarmanna. Það er þó vægast sagt ósvífið að halda því fram að umgengni vistvænna veiða sé verri en hjá stórmengurum. Hvað fjölgun slysa varðar þá er vert að minnast þess að eitt dauðaslys hefur orðið á strandveiðum frá upphafi og alvarleg slys á handfærum eru engin. Auk þess er það bíræfin hræsni að bera fyrir sig sjóslys þegar SFS hefur staðið gegn öllum þeim breytingum sem myndu auka öryggi sjómanna í strandveiðikerfinu. Sifellt stærri sneið af kökunni Í öðru lagi segir Heiðrún að hlutfall strandveiða hafi sífellt farið hækkandi. Hið rétta er að hlutfallið fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 var í sögulegu lágmarki, eða 0,88% af heildarafla í íslenskri lögsögu. Hvað sem því líður telur Heiðrún það hið versta mál að strandveiðiflotinn fái stærri sneið af kökunni og stillir málinu þannig upp að umhverfisvænar veiðar sem skapa sjálfbær störf í brothættum byggðum séu sérstakt áhyggjuefni. Þegar Heiðrún segir að það „hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð“ þá er hún að ganga út frá því að allir sitji við sama borð til að byrja með. Sannleikurinn er sá að 750 minnstu útgerðirnar fá samanlagt einn tíunda af þorskígildisheimildum sem 10 stærstu útgerðirnar fá sinn hlut. Hún talar eins og að óbreytt ástand sé náttúrulögmál sem ómögulegt sé að hrófla við, því þá væri verið að ögra guðdómlegu jafnvægi hlutanna. Stærri sneið strandveiða af kökunni myndi einfaldlega þýða fleiri störf í brothættum byggðum, óháð duttlungum stórútgerðarinnar. Þetta er Heiðrúnu eflaust illskiljanlegt, enda hefur hún sagt að það að treysta byggðir í landinu sé „í sjálfu sér ekki sjálfstætt markmið, og mér finnst það að vissu leiti ósanngjörn umræða þegar þannig er talað að það sé á ábyrgð atvinnugreinarinnar að treysta byggð í landinu“. Reynslan sýnir að kvótakóngunum þykir lítið til byggðasjónarmiða koma. Störf og afkoma einstaklinga eru lítið annað en peð á taflborði þeirra. Innan strandveiðikerfisins er það hins vegar fólkið í landinu sem stjórnar för. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá telur Heiðrún að það felist „í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars.“ Þetta er mikill misskilningur sem eflaust stafar af þeirri trú kvótakónganna að auðlindin okkar sé þeirra einkaeign. Hér er enginn að taka neitt af neinum. Í fyrsta lagi eru auðlindir hafsins eign íslensku þjóðarinnar, þannig að það er ekki verið að taka neitt af sægreifunum. Í öðru lagi eiga trillukarlar og konur ekkert í strandveiðikerfinu annað en bátana sína, þannig að við erum ekki að taka neitt. Í þessu samhengi dregur Heiðrún fram hina gömlu tuggu að strandveiðar séu einhvers konar hobbýsjómennska. Taktíkin er að skera pottinn svo við nögl að ekki sé hægt að lifa á strandveiðum og svo að úthrópa þær sem frístundaveiðar vegna þess að enginn getur haft þær sem aðalstarf. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi telur Heiðrún að strandveiðar leiði til þess „að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella.“ Þegar SFS talar um hagkvæmni í sjávarútvegi, þá eru þau ekki að tala um hvað sé þjóðhagslega hagvæmast, heldur aðeins það sem lágmarkar kostnað útgerðarmanna, samanber hinn fræga tölvupóst Baldvins Þorsteinssonar: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“ Það getur vel verið rétt að útgerðir í strandveiðikerfinu fá lægra hlutfall af söluandvirði í vasann miðað við útgerðir sægreifanna, en útgjaldaliðirnir dreifast á fiskmarkaði, fiskvinnslur, hafnir, vélvirkja, löndunarfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og ríkissjóð: m.ö.o. afleidd störf í landi. Aftur á móti er það alrangt að strandveiðar svari ekki ákalli „um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar.“ Það sem strandveiðar hafa sýnt og sannað síðan 2009 er að það er vel hægt að stunda hagkvæmar fiskveiðar á umhverfisvænan og félagslega ábyrgan hátt. Það er alls ekki augljóst eða útséð að stærstu útgerðarfélögin séu þjóðhagslega hagkvæmust og best til þess fallin að hámarka afrakstur af nýtingu auðlindarinnar. Það er ekki nóg að staðhæfa það. Það þarf að sýna það svart á hvítu. Þær sannanir liggja hvergi fyrir, en við vitum það þó að smábátar selja fiskinn sinn á hærra verði en kvótaeigendur. Árið 2021 var meðalverð þorsks frá strandveiðum 337 kr/kg, en 271 kr/kg frá skuttogurum. Það er erfitt að sjá hvernig það geti á nokkurn hátt verið þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru heldur en hærra. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi telur Heiðrún það fyrirkomulag sem Baldvin Þorsteinsson nýtir sér til að hlunnfara bæði sjómenn og ríkissjóð – „samþættingu veiða og vinnslu“ – Íslandi til tekna. Hún gleymir þó að nefna það að Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (sem SFS er líka í nöp við), hefur staðhæft að strandveiðar gegna lykilhlutverki í því að viðhalda stöðugu framboði á ferskum fiski til útflutnings. Það er varla hægt að skella skuldinni á útflutningi á óunnum þorski á strandveiðiflotann. Okkar starf er að koma með aflann að landi. Það er svo í verkahring stjórnvalda að setja hömlur á slíkan útflutning. Eftir stendur að strandveiðar hafa jákvæð áhrif á framboð á ferskum fiski. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vissulega ákveðin rómantík yfir strandveiðum, enda er þetta skemmtilegasta og mest gefandi vinna sem ég hef nokkru sinni stundað. Ánægja í starfi eru lífskjör í sjálfu sér, en það eru ekki rökin fyrir styrkingu strandveiðikerfisins. Þau rök eru praktísk: Umhverfisrök: Strandveiðar eru umhverfisvænustu veiðarnar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar, meðafla eða plastmengunar. Gæðarök: Afli strandveiða er fyrsta flokks vara sem er afar eftirsótt um allan heim, enda er söluverð á strandveiðifiski töluvert hærra en skuttogarafiski. Byggðarök: Strandveiðar eru mikilvægur liður í því styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss lífi á ný. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru alfarið sjálfsprottin grasrótarlausn á byggðavandanum. Þær eru þar að auki algjörlega sjálfbær liður í því að styrkja brothættar byggðir. Þeim fylgir enginn kostnaður fyrir skattgreiðendur, þar sem að strandveiðiflotinn leggur miklu meira til ríkisins en hann tekur út. Sjálfstæðisrök: Strandveiðar opna dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð duttlungum stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu. Rökin gegn styrkingu strandveiðikerfisins eru samansafn af rógburði, útúrsnúningum og lygum. Rökin fyrir styrkingu þess eru óyggjandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú er farinn í hönd sá tími sem áróðursmaskína SFS fer í yfirsnúning. Það virðist vera árviss viðburður að þegar ótímabær stöðvun strandveiða ber að garði og óréttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins blasir við þjóðinni, þá tínir SFS til kjaftasögur til þess að sverta strandveiðar, gjarnan á forsendum sem eru algjörlega órökstuddar. Seinasta dæmi þess er grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, „Strandveiðar í stuttu máli“. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við að trúa þeim fullyrðingum sem frá SFS koma. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlegi atvinnurógur kemur? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi talar Heiðrún um „aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda“, eins og það sé óhagganlegt náttúrulögmál. Litið er framhjá þeirri staðreynd að meirihluti Íslendinga telur íslenskan sjávarútveg vera spilltan, mengandi og skapa verðmæti fyrir fáa. Frávik frá þessum einkennum kvótakerfisins ættu því að vera af hinu góða, en Heiðrún telur að þau leiði til aukins útgerðarkostnaðar, verri umgengni um auðlindina og fjölgun slysa. Hún sleppir alveg að rökstyðja þessar fullyrðingar. Óljóst er í hverju aukinn útgerðarkostnaður felst, en væntanlega á hún við hlutfall aflaverðmætis sem ekki ratar í vasa útgerðarmanna. Það er þó vægast sagt ósvífið að halda því fram að umgengni vistvænna veiða sé verri en hjá stórmengurum. Hvað fjölgun slysa varðar þá er vert að minnast þess að eitt dauðaslys hefur orðið á strandveiðum frá upphafi og alvarleg slys á handfærum eru engin. Auk þess er það bíræfin hræsni að bera fyrir sig sjóslys þegar SFS hefur staðið gegn öllum þeim breytingum sem myndu auka öryggi sjómanna í strandveiðikerfinu. Sifellt stærri sneið af kökunni Í öðru lagi segir Heiðrún að hlutfall strandveiða hafi sífellt farið hækkandi. Hið rétta er að hlutfallið fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 var í sögulegu lágmarki, eða 0,88% af heildarafla í íslenskri lögsögu. Hvað sem því líður telur Heiðrún það hið versta mál að strandveiðiflotinn fái stærri sneið af kökunni og stillir málinu þannig upp að umhverfisvænar veiðar sem skapa sjálfbær störf í brothættum byggðum séu sérstakt áhyggjuefni. Þegar Heiðrún segir að það „hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð“ þá er hún að ganga út frá því að allir sitji við sama borð til að byrja með. Sannleikurinn er sá að 750 minnstu útgerðirnar fá samanlagt einn tíunda af þorskígildisheimildum sem 10 stærstu útgerðirnar fá sinn hlut. Hún talar eins og að óbreytt ástand sé náttúrulögmál sem ómögulegt sé að hrófla við, því þá væri verið að ögra guðdómlegu jafnvægi hlutanna. Stærri sneið strandveiða af kökunni myndi einfaldlega þýða fleiri störf í brothættum byggðum, óháð duttlungum stórútgerðarinnar. Þetta er Heiðrúnu eflaust illskiljanlegt, enda hefur hún sagt að það að treysta byggðir í landinu sé „í sjálfu sér ekki sjálfstætt markmið, og mér finnst það að vissu leiti ósanngjörn umræða þegar þannig er talað að það sé á ábyrgð atvinnugreinarinnar að treysta byggð í landinu“. Reynslan sýnir að kvótakóngunum þykir lítið til byggðasjónarmiða koma. Störf og afkoma einstaklinga eru lítið annað en peð á taflborði þeirra. Innan strandveiðikerfisins er það hins vegar fólkið í landinu sem stjórnar för. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá telur Heiðrún að það felist „í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars.“ Þetta er mikill misskilningur sem eflaust stafar af þeirri trú kvótakónganna að auðlindin okkar sé þeirra einkaeign. Hér er enginn að taka neitt af neinum. Í fyrsta lagi eru auðlindir hafsins eign íslensku þjóðarinnar, þannig að það er ekki verið að taka neitt af sægreifunum. Í öðru lagi eiga trillukarlar og konur ekkert í strandveiðikerfinu annað en bátana sína, þannig að við erum ekki að taka neitt. Í þessu samhengi dregur Heiðrún fram hina gömlu tuggu að strandveiðar séu einhvers konar hobbýsjómennska. Taktíkin er að skera pottinn svo við nögl að ekki sé hægt að lifa á strandveiðum og svo að úthrópa þær sem frístundaveiðar vegna þess að enginn getur haft þær sem aðalstarf. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi telur Heiðrún að strandveiðar leiði til þess „að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella.“ Þegar SFS talar um hagkvæmni í sjávarútvegi, þá eru þau ekki að tala um hvað sé þjóðhagslega hagvæmast, heldur aðeins það sem lágmarkar kostnað útgerðarmanna, samanber hinn fræga tölvupóst Baldvins Þorsteinssonar: „Tilgangurinn er eftirfarandi: Að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins þar sem enginn skattur er á hagnað fyrirtækisins. Við teljum Kýpur vera rétta landið. Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagnaði þar og láta hagnaðinn myndast hjá sölufyrirtækinu þá tækist okkur að auka hagnað heildarinnar. Þetta teljum við nokkuð snyrtilega leið til að draga úr skattgreiðslum.“ Það getur vel verið rétt að útgerðir í strandveiðikerfinu fá lægra hlutfall af söluandvirði í vasann miðað við útgerðir sægreifanna, en útgjaldaliðirnir dreifast á fiskmarkaði, fiskvinnslur, hafnir, vélvirkja, löndunarfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og ríkissjóð: m.ö.o. afleidd störf í landi. Aftur á móti er það alrangt að strandveiðar svari ekki ákalli „um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar.“ Það sem strandveiðar hafa sýnt og sannað síðan 2009 er að það er vel hægt að stunda hagkvæmar fiskveiðar á umhverfisvænan og félagslega ábyrgan hátt. Það er alls ekki augljóst eða útséð að stærstu útgerðarfélögin séu þjóðhagslega hagkvæmust og best til þess fallin að hámarka afrakstur af nýtingu auðlindarinnar. Það er ekki nóg að staðhæfa það. Það þarf að sýna það svart á hvítu. Þær sannanir liggja hvergi fyrir, en við vitum það þó að smábátar selja fiskinn sinn á hærra verði en kvótaeigendur. Árið 2021 var meðalverð þorsks frá strandveiðum 337 kr/kg, en 271 kr/kg frá skuttogurum. Það er erfitt að sjá hvernig það geti á nokkurn hátt verið þjóðhagslega hagkvæmara að fá lægra verð fyrir útflutningsvöru heldur en hærra. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi telur Heiðrún það fyrirkomulag sem Baldvin Þorsteinsson nýtir sér til að hlunnfara bæði sjómenn og ríkissjóð – „samþættingu veiða og vinnslu“ – Íslandi til tekna. Hún gleymir þó að nefna það að Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (sem SFS er líka í nöp við), hefur staðhæft að strandveiðar gegna lykilhlutverki í því að viðhalda stöðugu framboði á ferskum fiski til útflutnings. Það er varla hægt að skella skuldinni á útflutningi á óunnum þorski á strandveiðiflotann. Okkar starf er að koma með aflann að landi. Það er svo í verkahring stjórnvalda að setja hömlur á slíkan útflutning. Eftir stendur að strandveiðar hafa jákvæð áhrif á framboð á ferskum fiski. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vissulega ákveðin rómantík yfir strandveiðum, enda er þetta skemmtilegasta og mest gefandi vinna sem ég hef nokkru sinni stundað. Ánægja í starfi eru lífskjör í sjálfu sér, en það eru ekki rökin fyrir styrkingu strandveiðikerfisins. Þau rök eru praktísk: Umhverfisrök: Strandveiðar eru umhverfisvænustu veiðarnar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar, meðafla eða plastmengunar. Gæðarök: Afli strandveiða er fyrsta flokks vara sem er afar eftirsótt um allan heim, enda er söluverð á strandveiðifiski töluvert hærra en skuttogarafiski. Byggðarök: Strandveiðar eru mikilvægur liður í því styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss lífi á ný. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru alfarið sjálfsprottin grasrótarlausn á byggðavandanum. Þær eru þar að auki algjörlega sjálfbær liður í því að styrkja brothættar byggðir. Þeim fylgir enginn kostnaður fyrir skattgreiðendur, þar sem að strandveiðiflotinn leggur miklu meira til ríkisins en hann tekur út. Sjálfstæðisrök: Strandveiðar opna dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð duttlungum stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu. Rökin gegn styrkingu strandveiðikerfisins eru samansafn af rógburði, útúrsnúningum og lygum. Rökin fyrir styrkingu þess eru óyggjandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun