Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.
![](https://www.visir.is/i/91978AA089603B3C1BCAA99D1D708E4DCBA95B269BCA14B01070CC39C76F38DB_713x0.jpg)
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Það er svo margt sem mér finnst skemmtilegt við tísku en eitt sem ég elska er hvað þú getur sýnt persónuleikann þinn í gegnum hvernig þú klæðir þig.
Mér finnst einnig mjög gaman hvað tíska breytist hratt og hvað ég breyti hratt um skoðun á hvað mér finnst ekki flott á ákveðnum tímapunkti og svo flott nokkrum mánuðum seinna.
![](https://www.visir.is/i/CEA40AD7F93CFC1D8F49857B764B370B6FCED12C87DC9F275C2E73F4C92F7321_713x0.jpg)
Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Uppáhalds flíkin mín núna er pels frá Mamma Mia vintage. Ég elska að geta bara hent mér í hann yfir hvaða outfit sem er og það verður strax geggjað, sama hvað er undir honum.
Svo eru eiginlega allar poka (e. baggy) gallabuxurnar mínar í uppáhaldi.
![](https://www.visir.is/i/19033B90E91A7D261DB816AF88AABA888705043B0902A3CC40DACEFDF2321627_713x0.jpg)
Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Ég eyði annað hvort mjög miklum tíma eða nánast engum tíma þegar ég vel föt. Ég vanalega vel mér fötin fyrir svefninn ef ég er að vakna snemma á morgnana, ef ég geri það ekki þá skipti ég nokkrum sinnum um skoðun áður en ég kemst út um dyrnar og öll fötin enda út um allt.
![](https://www.visir.is/i/5A9FDE17BED25CC8386B916925B99FD07185ED955AE228D58F190E50BF8FE959_713x0.jpg)
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Það sem er mest einkennandi við minn stíl eru áberandi jakkar, ég hef alltaf elskað þá og þeir eru mjög stór partur af hverju og einasta outfitti. Mér finnst alltaf vanta eitthvað upp á þegar ég er ekki í jakka.
Annars er stíllinn minn mikið út um allt og myndi ég segja að það sé smá eins og ég sé með nokkra mismunandi stíla í einu. Það fer í rauninni eftir hvernig mér líður hvern dag og hvaða ímynd ég vil gefa frá mér.
![](https://www.visir.is/i/E435E527BC11E94D48988C0D0655E70B6336D3686897750274A2F228C615B15E_713x0.jpg)
Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Já stíllinn minn hefur breyst mjög mikið og er alltaf að breytast. Mér finnst ég einhvern veginn alltaf aðlaga stílinn minn að umhverfinu mínu eða fá innblástur frá fólkinu í kringum mig sem gerir það að verkum að hann breytist hratt og oft.
![](https://www.visir.is/i/9FF4F4A288CACDC74D55DC06797D8D4ACE0A4C49D666B3EA82B2C84E1C8100CA_713x0.jpg)
Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Ég sæki helst innblástur frá fólki í kringum mig og þá sérstaklega í tískuborginni Mílanó sem ég hef verið búsett síðastliðið ár.
![](https://www.visir.is/i/37C85F43DF79907AB9701530C13875FD0728FA9E2D606A0383106A8FB97D73F6_713x0.jpg)
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Ég er ekki mikið fyrir að setja reglur þegar það kemur að tísku en mér finnst mikilvægast að klæða sig nákvæmlega eins og þú villt og ekki hugsa hvað er í tísku eða hvað öðrum finnst.
Svo ef það er eitthvað sem ég myndi alls ekki klæðast þá eru það óþægilegar buxur.
![](https://www.visir.is/i/AA54062D64A87B4F4D0B35214F493F59599ADF3E48AAFDF7E70D34B7C86A310C_713x0.jpg)
Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Það er líklegast kjóllinn sem ég saumaði fyrir afmælið mitt. Ég var búin að leita út um allt af kjól en fann hvergi það sem ég hafði ímyndað mér að vera í.
Svo á ég mikið af fallegum vintage flíkum sem ég hef keypt mér á mörkuðum um alla Ítalíu. Þær flíkur eru einhvern veginn alltaf meira eftirminnilegri heldur en flík sem ég kaupi nýja út í búð.
![](https://www.visir.is/i/D051B58B4EFD8894D39AC8345B85B7940E74A8E8F762E5F48777A7C7A1A24DFE_713x0.jpg)
Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Það sem ég elska að fara eftir er að setja saman flíkur sem í raun eiga ekki að passa saman.
Þegar ég geri það þá finnst ég alltaf koma upp með flottustu outfittin.
Mér finnst líka mjög gott að passa að flíkin sé í réttu sniði fyrir þig og þinn líkama, flíkur sem ég hef keypt með það í huga hef ég alltaf notað lang mest.
![](https://www.visir.is/i/C29C1D7A527FFC0C101FF1B9D13DC8A9FC562E787DA060DEA42555689A7AF956_713x0.jpg)
Hér má fylgjast með Anítu á samfélagsmiðlinum Instagram og hér má fylgjast með Mamma Mia Vintage.