Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 07:45 Eigendur gamalla bíla hafa stundum gripið í tómt í sumar. Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira