Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 07:28 Kennedy var harðlega gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum. Getty/John Lamparski Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Kennedy, sem sækist eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, sagði á laugardaginn að svo virtist sem Covid-19 legðist þyngra á ákveðna kynþætti en aðra og að þeir sem virtust með mest ónæmi væru Kínverjar og Ashkenazi-gyðingar. Ummælin náðust á myndskeið en Kennedy sakaði Kínverja einnig um þróun vírusa sem vopna. Staðhæfingar Kennedy voru harðlega gagnrýndar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem fjölmiðlafulltrúi Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði um að ræða rasískar samsæriskenningar. Skyldmenni Kennedy bættust í hóp gagnrýnenda hans seinna um daginn en systir hans, Kerry Kennedy, sagðist á Twitter fordæma ummæli hans harðlega. Þá sagði frændi hans, Joe Kennedy III, að ummælin væru bæði röng og særandi. I STRONGLY condemn my brother's deplorable and untruthful remarks last week about Covid being engineered for ethnic targeting. https://t.co/9YCag7JtHm— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) July 17, 2023 Kennedy sendi yfirlýsingu til Guardian í gær þar sem hann hélt því fram að orð hans hefðu verið tekin úr samhengi og að hann hefði aldrei haldið því fram að SARS-CoV-2 hefði verið hannaður til að þyrma gyðingum sérstaklega. Hann ku hins vegar einnig hafa sent miðlinum skilaboð þar sem hann vísaði á vísindagrein þess efnis að sá möguleiki væri fyrir hendi að óprúttnir aðilar hönnuðu lífefnavopn gegn ákveðnum hópum umfram aðra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira