Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 23:25 Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi. Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi.
Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira