Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2023 20:30 Kirkjan er ákaflega falleg á innan og það fer örugglega mjög vel um þá, sem panta sér gistingu inn í henni. Aðsend Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira