Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 16:48 Nýja lyfið er þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Lilly & Co. Ap/Darron Cummings Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira