Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 08:53 Baltika Breweries framleiðir og selur bjór í Rússlandi undir merkjunum Carlsberg, Tuborg, Kronenbourg og Holsten. AP/SOPA/LightRocket/Alexander Sayganov Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. Bæði hið danska Carlsberg og hið franska Danone voru í viðræðum við aðila um kaup á einingum félaganna í Rússlandi, Baltika Breweries og Danone Russia. Talsmenn Danone segja athugun í gangi hvað varðar yfirlýsingu yfirvalda í Rússlandi og að allra leiða verði leitað til að tryggja eignarrétt fyrirtækisins á Danone Russia. Talsmenn Carlsberg segja engar upplýsingar hafa borist um yfirtökuna en ef rétt reynist sé yfirvofandi sala á Baltika Breweries í uppnámi. Pútín undirritaði tilskipun í apríl síðastliðnum sem gaf yfirvöldum heimild til að gera eignir erlendra aðila upptækar. Um er að ræða svar við refsiaðgerðum bandamanna Úkraínu, sem Rússar segja „óvinveittar og ólöglegar“. Í sama mánuði var tilkynnt að dótturfélög tveggja orkufélaga, hins þýska Uniper og hins finnska Fortum, hefðu verið teknar eignarnámi. Danone Russia er stærsta mjólkurvöruframleiðslufyrirtæki Rússlands en hjá því starfa um 8.000 starfsmenn. Enn fleiri starfa hjá Baltika Breweries, 8.400 manns, á átta starfsstöðvum. Sagt er að um „tímabundna“ ráðstöfun sé að ræða en ekkert hefur verið gefið upp um hvert eignirnar eiga að rata að loknu hinu tímabundna tímabili. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bæði hið danska Carlsberg og hið franska Danone voru í viðræðum við aðila um kaup á einingum félaganna í Rússlandi, Baltika Breweries og Danone Russia. Talsmenn Danone segja athugun í gangi hvað varðar yfirlýsingu yfirvalda í Rússlandi og að allra leiða verði leitað til að tryggja eignarrétt fyrirtækisins á Danone Russia. Talsmenn Carlsberg segja engar upplýsingar hafa borist um yfirtökuna en ef rétt reynist sé yfirvofandi sala á Baltika Breweries í uppnámi. Pútín undirritaði tilskipun í apríl síðastliðnum sem gaf yfirvöldum heimild til að gera eignir erlendra aðila upptækar. Um er að ræða svar við refsiaðgerðum bandamanna Úkraínu, sem Rússar segja „óvinveittar og ólöglegar“. Í sama mánuði var tilkynnt að dótturfélög tveggja orkufélaga, hins þýska Uniper og hins finnska Fortum, hefðu verið teknar eignarnámi. Danone Russia er stærsta mjólkurvöruframleiðslufyrirtæki Rússlands en hjá því starfa um 8.000 starfsmenn. Enn fleiri starfa hjá Baltika Breweries, 8.400 manns, á átta starfsstöðvum. Sagt er að um „tímabundna“ ráðstöfun sé að ræða en ekkert hefur verið gefið upp um hvert eignirnar eiga að rata að loknu hinu tímabundna tímabili.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf