Steph Curry vann golfmót með því að fá örn á átjándu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 16:31 Stephen Curry var mjög sáttur með sigurinn á American Century Championship golfmótinu um helgina. Getty/Isaiah Vazquez Körfuboltamaðurinn Stephen Curry fangaði sigri á American Century Championship golfmótinu um helgina en mótið er góðgerðamót þar sem taka þátt stjörnur úr öðrum íþróttum. Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023 Golf NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Curry var að vinna þetta mót í fyrsta sinn en hann hefur tekið oft þátt í því enda mikill golfáhugamaður. Curry hafði komið sér í fréttirnar fyrr á mótinu með því að fara holu í höggi. Hann vann líka mótið á mögnuðu höggi. Dream come true! Championship flow in Tahoe An unbelievable week I ll never forget can t wait to run it back!@ACChampionship @currybrand@CallawayGolf pic.twitter.com/44QU0ixIKd— Stephen Curry (@StephenCurry30) July 17, 2023 Curry setti þá niður rúmlega fimm metra pútt fyrir erni. Mótið er með sérstakt stigakerfi. Kylfingar fá þannig sex stig fyrir örn, þrjú stig fyrir fugl, eitt stig fyrir par og tvö stig í mínus fyrir skramba eða enn verra. Curry endaði með 75 stig eða tveimur stigum meira en Mardy Fish, sem er fyrrum tennisspilari. Fish var með þriggja stiga forskot á Curry fyrir lokaholuna en fékk par á henni. Curry varð því að setja niður púttið til að vinna sem og hann gerði. Með því að vinna mótið þá var Curry fyrsti virki íþróttamaðurinn til að vinna þetta árlega mót síðan árið 2000. Þriðji í mótinu var Joe Pavelski frá íshokkíliðinu Dallas Stars en í næstu sætum komu gamli hafnaboltaleikmaðurinn Mark Mulder og Aaron Rodgers, leikstjórnandi NFL-liðsins New York Jets. STEPH CURRY WITH THE WALK OFF PUTT TO WIN THE AMERICAN CENTURY CHAMPIONSHIP (via @NBCSports)pic.twitter.com/cK14ROyicZ— Bleacher Report (@BleacherReport) July 16, 2023
Golf NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira