Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. júlí 2023 22:36 Stefán Gauti Stefánsson er með MS sjúkdóminn og hefur ítrekað slasað sig í íbúð sinni vegna skorts á hjólastólaaðgengi. Vísir/Ívar Fannar Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. Stefán er fjörutíu og þriggja ára og greindist með MS sjúkdóminn árið 2018. Hann er í hjólastól og lamaður á vinstri hlið. Árið 2018 var Stefán á almennum leigumarkaði og missti íbúð sína þegar hún var seld. Í kjölfarið varð hann heimilislaus þar það reyndist honum erfitt að finna íbúð á almennum leigumarkaði með hjólastólaaðgengi. Þá var hann á biðlista eftir félagslegu húsnæði og svo fór að hann endaði í Gistiskýlinu við Lindargötu. Eftir um það bil þriggja mánaða veru í þar fékk Stefán svo íbúð hjá Félagsbústöðum. Algjör martröð „Þá troða þeir mér hingað og reyna að ljúga því að mér að þetta sé íbúð alveg sérstaklega ætluð fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastól sem er náttúrulega bara haugalygi,“ segir Stefán. Það sé algjör martröð að vera í hjólastól í íbúðinni. Við komuna til Stefáns mátti sjá miklar skemmdir á veggjum enda ansi þröngt og lítið pláss fyrir rafmagnshjólastól Stefáns. „Ég kemst ekki neitt ég kemst aðeins inn á klósett ef ég skil stólinn eftir úti og nánast skríð inn á klósett. Ég kemst ekki inn í eldhús ég kemst inn er ég þarf að bakka út. Ég get ekki snúið við ég þurfti að færa ísskápinn hingað fram bara svo ég gæti komist í hann,“ segir Stefán og bendir á ísskápinn í stofunni. Hann hefur ítrekað óskað eftir að breytingar verði gerðar á íbúðinni. Meðal annars stækkun á baðherbergishurðinni sem hann kemst ekki inn um í hjólastólnum þar sem hurðin er 70 sentímetrar en hjólastóllinn níutíu. Stefán segir svör Félagsbústaða loðin. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt.“ Ítrekað dottið og slasast Lögmaður Stefáns óskaði eftir svörum frá Félagsbústöðum vegna málsins þann 15. júní síðastliðinn en þar kemur meðal annars fram að hætta stafi af skorti á aðgengi. Stefán hafi ítrekað dottið og slasast við það að fara úr stólnum við baðherbergisdyrnar. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt,“ segir Stefán en blóðslettur má sjá á veggjum heimilisins. Í svari Félagsbústaða til lögmanns Stefáns kemur fram að þeim beri engin skylda til breyta leiguíbúð. Þá hafi niðurstaða heimaathugunar leitt í ljós að íbúðin mæti ekki þörfum hans og því þætti ekki réttlætanlegt að fara í nefndar breytingar á íbúðinni sem auk þess væru kostnaðarsamar. Ánægður með staðsetninguna Stefán ætti að óska eftir milliflutning en Stefáni hugnast það ekki. „Þau vilja troða mér upp í Úlfarsárdal, eins langt í burtu frá læknum og allri þjónustu sem ég þarf,“ segir Stefán en hann býr nú við Mjóddina þar sem stutt er í alla þjónustu. Að sögn Stefáns hefur honum verið hafnað um NPA-þjónustu á þeim grundvelli að það væri ekki nógu vel reynt á þjónustu félagsþjónustunnar. Hann er með heimilisþrif einu sinni í viku en Stefán segir því ekki sinnt vel. „Ekki minnast á það, þau eru búin að ræna mig svo rosalega. Svindla og svíkja á mér. Þetta eru fleiri hundruð þúsund,“ segir Stefán og bætir við að það sé hrikalega illa þrifið. „Til dæmis í síðustu viku komu þær og settu bara í þvottavél. Ryksuguðu ekki, tóku ekki ruslið, skiptu ekki á rúminu, ekki neitt.“ Vísa á Reykjavíkurborg Stefán telur það vera einfalt verk að lagfæra íbúðina svo hún henti honum en Félagsbústaðir eru ekki sammála. Þeir hafa meðal annars bent Stefáni á að hafa samband við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Miðað við lýsingar á líkamlegu ástandi hans kann hann að uppfylla skilyrði þess að fá úthlutað húsnæði fyrir fatlaða,“ segir jafnframt í bréfi frá lögmanni Félagsbústaða til lögmanns Stefáns. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Stefán er fjörutíu og þriggja ára og greindist með MS sjúkdóminn árið 2018. Hann er í hjólastól og lamaður á vinstri hlið. Árið 2018 var Stefán á almennum leigumarkaði og missti íbúð sína þegar hún var seld. Í kjölfarið varð hann heimilislaus þar það reyndist honum erfitt að finna íbúð á almennum leigumarkaði með hjólastólaaðgengi. Þá var hann á biðlista eftir félagslegu húsnæði og svo fór að hann endaði í Gistiskýlinu við Lindargötu. Eftir um það bil þriggja mánaða veru í þar fékk Stefán svo íbúð hjá Félagsbústöðum. Algjör martröð „Þá troða þeir mér hingað og reyna að ljúga því að mér að þetta sé íbúð alveg sérstaklega ætluð fyrir hreyfihamlaða og fólk í hjólastól sem er náttúrulega bara haugalygi,“ segir Stefán. Það sé algjör martröð að vera í hjólastól í íbúðinni. Við komuna til Stefáns mátti sjá miklar skemmdir á veggjum enda ansi þröngt og lítið pláss fyrir rafmagnshjólastól Stefáns. „Ég kemst ekki neitt ég kemst aðeins inn á klósett ef ég skil stólinn eftir úti og nánast skríð inn á klósett. Ég kemst ekki inn í eldhús ég kemst inn er ég þarf að bakka út. Ég get ekki snúið við ég þurfti að færa ísskápinn hingað fram bara svo ég gæti komist í hann,“ segir Stefán og bendir á ísskápinn í stofunni. Hann hefur ítrekað óskað eftir að breytingar verði gerðar á íbúðinni. Meðal annars stækkun á baðherbergishurðinni sem hann kemst ekki inn um í hjólastólnum þar sem hurðin er 70 sentímetrar en hjólastóllinn níutíu. Stefán segir svör Félagsbústaða loðin. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt.“ Ítrekað dottið og slasast Lögmaður Stefáns óskaði eftir svörum frá Félagsbústöðum vegna málsins þann 15. júní síðastliðinn en þar kemur meðal annars fram að hætta stafi af skorti á aðgengi. Stefán hafi ítrekað dottið og slasast við það að fara úr stólnum við baðherbergisdyrnar. „Ég hef beinbrotnað og blóðgast margoft og liggja í gólfinu hérna því ég flýg á hausinn sko því ég þarf að standa upp sem er ekkert auðvelt,“ segir Stefán en blóðslettur má sjá á veggjum heimilisins. Í svari Félagsbústaða til lögmanns Stefáns kemur fram að þeim beri engin skylda til breyta leiguíbúð. Þá hafi niðurstaða heimaathugunar leitt í ljós að íbúðin mæti ekki þörfum hans og því þætti ekki réttlætanlegt að fara í nefndar breytingar á íbúðinni sem auk þess væru kostnaðarsamar. Ánægður með staðsetninguna Stefán ætti að óska eftir milliflutning en Stefáni hugnast það ekki. „Þau vilja troða mér upp í Úlfarsárdal, eins langt í burtu frá læknum og allri þjónustu sem ég þarf,“ segir Stefán en hann býr nú við Mjóddina þar sem stutt er í alla þjónustu. Að sögn Stefáns hefur honum verið hafnað um NPA-þjónustu á þeim grundvelli að það væri ekki nógu vel reynt á þjónustu félagsþjónustunnar. Hann er með heimilisþrif einu sinni í viku en Stefán segir því ekki sinnt vel. „Ekki minnast á það, þau eru búin að ræna mig svo rosalega. Svindla og svíkja á mér. Þetta eru fleiri hundruð þúsund,“ segir Stefán og bætir við að það sé hrikalega illa þrifið. „Til dæmis í síðustu viku komu þær og settu bara í þvottavél. Ryksuguðu ekki, tóku ekki ruslið, skiptu ekki á rúminu, ekki neitt.“ Vísa á Reykjavíkurborg Stefán telur það vera einfalt verk að lagfæra íbúðina svo hún henti honum en Félagsbústaðir eru ekki sammála. Þeir hafa meðal annars bent Stefáni á að hafa samband við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. „Miðað við lýsingar á líkamlegu ástandi hans kann hann að uppfylla skilyrði þess að fá úthlutað húsnæði fyrir fatlaða,“ segir jafnframt í bréfi frá lögmanni Félagsbústaða til lögmanns Stefáns.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. 11. júní 2023 21:00