Svartfellingar hræktu á aðstoðarþjálfara íslenska liðsins Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 14:16 Allt á suðupunkti í Heraklion Skjáskot Youtube Það sauð heldur betur upp úr eftir nokkuð öruggan sigur Íslands á Svartfjallalandi á heimsmeistaramóti U20 liða í körfubolta. Þjálfarateymi Svartfellinga missti algjörlega stjórn á sér og hrækt var á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands. Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023 Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42