Fótbolti

Riga FC á fleygiferð í bikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Riga FC eru á fleygiferð þessa dagana, bókstaflega
Leikmenn Riga FC eru á fleygiferð þessa dagana, bókstaflega Vísir/EPA

Það er þétt dagskrá hjá Riga FC, andstæðingum Víkings í Sambandsdeildinni, þessa dagana. Liðið fór auðveldlega í gegnum bikarleik sinn í dag og mætir svo Víkingum á fimmtudaginn.

Riga sótti 2. deildarlið FK PPK Betsafe heim í dag og vann auðveldan 5-0 sigur. Þetta var fjórði leikur liðsins á 13 dögum, og hafa þeir allir unnist og markatala liðsins er 11-1 í þessum leikjum.

Nú bíður þeirra um fjögurra tíma flug til Íslands og fimmti leikurinn á 17 dögum þegar þeir mæta Víkingum. Riga vann fyrri leik liðanna nokkuð örugglega 2-0 en sigurinn hefði auðveldlega geta orðið mun stærri. 

Það er því klárlega brekka fram undan hjá Víkingum, en þeir ættu að mæta vel úthvíldir í þann leik, þar sem þeir hafa ekki leikið keppnisleik í millitíðinni.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Riga - Víkingur 2-0 | Bikarmeistararnir með bakið upp við vegg

Víkingar töpuðu í kvöld gegn Riga FC ytra, sannfærandi, lokatölur 2-0. Var leikurinn liður í undankeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Heimamenn í Riga stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og náðu að skora eitt mark og skoruðu svo snemma í síðari hálfleik. Víkingar ógnuðu marki Riga FC lítið og miðað við þennan leik eiga Víkingar á brattann að sækja í síðari leik liðanna eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×