Fyrir mótið var besti tími Guðrúnar á árinu 23,98 sekúndur en Íslandsmet hennar er 23,45 sekúndur. Það er ef til vill til marks um styrkleika riðilsins að ef Guðrún hefði hlaupið á sama tíma og Íslandsmet hennar er hefði það dugað henni í þriðja sætið.
Hún hljóp í dag á 24,19 og hefur því lokið keppni á Evrópumeistaramótinu. Hún keppti einnig í 100 metra hlaupi en náði ekki að komast upp úr undanriðlinum þar heldur og endaði þar í 24. sæti af 30 keppendum.