EHF sá ekkert að vinskap dómara og þjálfara: „Eins og að tala við tóma tunnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 08:00 Halldór Jóhann var þjálfari FH þegar liðið féll úr leik fyrir Tatran Presov í EHF-bikarnum árið 2017 eftir skrautlega frammistöðu dómarapars sem sakað er um hagræðingu úrslita. vísir/vilhelm Handboltaþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon var þjálfari FH þegar liðið lenti illa í dómarapari sem er sakað um stórfellda spillingu og hagræðingu úrslita. Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira