EHF sá ekkert að vinskap dómara og þjálfara: „Eins og að tala við tóma tunnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2023 08:00 Halldór Jóhann var þjálfari FH þegar liðið féll úr leik fyrir Tatran Presov í EHF-bikarnum árið 2017 eftir skrautlega frammistöðu dómarapars sem sakað er um hagræðingu úrslita. vísir/vilhelm Handboltaþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon var þjálfari FH þegar liðið lenti illa í dómarapari sem er sakað um stórfellda spillingu og hagræðingu úrslita. Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Kósóvksu-bræðurnir Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku dæmdu leik GOG frá Danmörku og Kadetten Schaffhausen frá Austurríki árið 2020 og grunaðir um að hafa haft viljandi áhrif á úrslit leiksins. Frammistaða dómaranna þar hafi leitt til rannsóknar dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og úr hafa orðið tveir heimildaþættir sem sýni fram á spillingu innan EHF. „Það sem TV 2 gerir, er að þeir kíkja þarna á þetta eftir þennan fræga leik 2020, þar sem þetta dómarapar er. Þeir fara að kanna þetta betur og upp úr því hefst þessi heimildamynd. Ásamt því að þeir skoða yfirmann dómaramála Evrópu sem sögusagnir eru um að hafi verið ansi spilltur í gegnum tíðina án þess að menn hafi kannski sannað það,“ „Við getum tekið sem dæmi með þetta dómarapar frá Kósóvó. Ég get ekki ímyndað mér að kósóvska deildin sé mjög sterk en allt í einu voru þeir mættir í það að dæma leiki á mjög háu stigi,“ segir Halldór Jóhann. Hlógu og skemmtu sér með þjálfara andstæðinganna degi fyrir leik Halldór lenti í því dómarapari í Evrópuverkefni FH árið 2017, þar sem liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov ytra. Halldór segir þar ekki allt hafa verið með felldu. Degi fyrir leik hafi þeir kósóvsku átt hrókasamræður við og skemmt sér vel með þjálfara andstæðingsins, Króatanum Slavko Goluža. „Sá leikur var ansi skrautlegur að mörgu leyti. Daginn fyrir leik, þegar þeir mæta upp á hótel og við erum þar í hádegismat. Þá sitja þeir með Slavko Goluža, þjálfara Presov, brosandi og hlæjandi yfir kaffibolla og voða vinir.“ „Við létum eftirlitsmanninn vita af þessu og það var bara eins og að tala við tóma tunnu. Það hafði enginn áhuga á að vita þetta og fannst ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Halldór Jóhann. „Síðan í leiknum eru fullt af atriðum, en það versta í þessu er rétt áður en leikurinn er búinn þá dæma þeir línu á Óðin Þór Ríkharðsson sem steig 20 sentímetra frá línunni. Þar hefðum við getað minnkað muninn niður í eitt mark en í staðinn skora þeir síðasta markið og vinna með þremur. Þetta var auðvitað allt til á filmu.“ „Maður fékk smá á tilfinninguna eitthvað siðleysi en auðvitað gat maður ekkert sannað. Við gátum ekkert sannað neitt af þessu en þetta var ansi skrautlegt,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið við Halldór má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira