„Fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 12:01 Anna Björk Kristjánsdóttir fagnar sigri Internazionale á móti nágrönnunum í AC Milan. Hún er hætt að spila á Ítalíu og er komin heim. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir er kominn heim í landsliðsverkefni en hún er einnig á tímamótum. Anna Björk er nefnilega að flytja heim frá Ítalíu og ætlar að klára tímabilið með Val í Bestu deildinni. Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna. Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna.
Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira