Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Kristján Már Unnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. júlí 2023 20:42 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir mikið í húfi. Vísir/Arnar Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. „Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“ Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“
Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30