Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 18:42 Mýrarboltinn hefur undanfarin ár verið áfangastaður margra um verslunarmannahelgi. vísir Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál. „Mér sýnist þetta bara vera dáið, vörumerkið er laust fyrir þann sem vill reisa þetta við,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson aðalritari Mýrarboltans. Spurður hvers vegna skipuleggjendur hafi lagt upp laupana segir Jóhann: „Menn fundu sér bara önnur áhugamál. Það er bara þannig, við jöfnuðum okkur ekki eftir Covid.“ Mótið hefur verið haldið um verslunarmannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík frá árinu 2014. Á síðasta ári var greint frá því að skipuleggjendur hafi ekki hist til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Eru ekki vaskir menn fyrir vestan sem geta haldið þessu uppi? „Það er ekki mitt að svara því. Það verður að vera einhver áhugi fyrir því að taka við en það virðist ekki vera. Það eru allir svo uppteknir við að sinna túristum eða gera eitthvað annað. Vð erum svolítið búnir að brenna upp, búnir að standa í þessu í tuttugu ár,“ segir Jóhann og heldur áfram: Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Við stofnuðum þetta af því okkur fannst ógeðslega gaman að spila þetta sjálfir. Svo óx þetta aðeins upp fyrir okkur um tíma en svo bara hverfur drævið í þessu og mann langar að fara að gera aðra hluti. Þannig þetta er staðan,“ segir Jóhann Bæring. Auk þess hafi vantað nýliðun í boltanum drulluga. „Við höfum ákveðið að gera ekkert í þessu eins og staðan er núna en það getur vel verið, að einhverjum árum liðnum, að það verði tekin önnur ákvörðun,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Mér sýnist þetta bara vera dáið, vörumerkið er laust fyrir þann sem vill reisa þetta við,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson aðalritari Mýrarboltans. Spurður hvers vegna skipuleggjendur hafi lagt upp laupana segir Jóhann: „Menn fundu sér bara önnur áhugamál. Það er bara þannig, við jöfnuðum okkur ekki eftir Covid.“ Mótið hefur verið haldið um verslunarmannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík frá árinu 2014. Á síðasta ári var greint frá því að skipuleggjendur hafi ekki hist til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Eru ekki vaskir menn fyrir vestan sem geta haldið þessu uppi? „Það er ekki mitt að svara því. Það verður að vera einhver áhugi fyrir því að taka við en það virðist ekki vera. Það eru allir svo uppteknir við að sinna túristum eða gera eitthvað annað. Vð erum svolítið búnir að brenna upp, búnir að standa í þessu í tuttugu ár,“ segir Jóhann og heldur áfram: Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Við stofnuðum þetta af því okkur fannst ógeðslega gaman að spila þetta sjálfir. Svo óx þetta aðeins upp fyrir okkur um tíma en svo bara hverfur drævið í þessu og mann langar að fara að gera aðra hluti. Þannig þetta er staðan,“ segir Jóhann Bæring. Auk þess hafi vantað nýliðun í boltanum drulluga. „Við höfum ákveðið að gera ekkert í þessu eins og staðan er núna en það getur vel verið, að einhverjum árum liðnum, að það verði tekin önnur ákvörðun,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12