Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 15:47 Fæðingartíðnin er hæst á Íslandi. Innflutningur fólks spilar hins vegar stærri rullu en barnsfæðingar. Vísir/Vilhelm Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka. Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka.
Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira