Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2023 08:00 Í samfélaginu okkar er litið á dugnað og vinnusemi sem svo mikla dyggð og því kannski ekki að furða að margir geta samsvarað sig að vera með fullkomnunaráráttu eða telja sig mjög þrautseiga. Þessir eftirsóttu eiginleikar geta hins vegar snúist upp í andhverfu sína samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Helga Lára Haarde gerði. Vísir/Vilhelm „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. „Því hver vill ekki vinna með fólki sem klárar allt upp á tíu og gefst aldrei upp?“ Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna hins vegar að þessir eiginleikar geta snúist upp í andhverfu sína og leitt til kulnunar. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fræðast aðeins um það, hvernig það getur hjálpað okkur að sporna við kulnun með því að líta í eigin barm og jafnvel að finna jafnvægið á því hvernig við nýtum styrkleikana okkar. Styrkleikar sem geta leitt til kulnunar Helga Lára segir margar rannsóknir til um kulnun. Nýlega vann Helga hins vegar meistararitgerð í klínískri sálfræði í HR þar sem sjónum var beint að því hver tengslin væru á milli fullkomnunaráráttu annars vegar og þrautseigju hins vegar og síðan kulnunar. Enda margir sem geta samsvarað sig við þetta tvennt: Fullkomnunaráráttu og/eða þrautseigju. „Fullkomnunaráráttu má lýsa sem ríkri þörf til að skara fram úr og fólk sem er með fullkomnunaráráttu er með miklar kröfur til sjálfs síns og sinnar eigin frammistöðu. Það byggir svo gjarnan eigið virði á því hvernig þeim tekst að standa undir þessum kröfum“ segir Helga Lára og bætir við: Fullkomnunaráráttuna er hins vegar hægt að flokka í jákvæðari eða neikvæðari tegund. Sú jákvæða er fullkomnunarárátta þar sem viðkomandi er með háleit markmið og setur á sig mikla pressu til að ná þeim. Sú neikvæða er hins vegar þegar fólk efast sífellt um sig, hefur miklar áhyggjur af því að gera mistök og hugsunin „Það er aldrei neitt nógu gott sem ég geri“ er oft ríkjandi.“ Það sem niðurstöður rannsóknar Helgu Láru, sem var gerð á íslenskum vinnustöðum þar sem um 400 starfsmenn tóku þátt, sýndu er að neikvæða tegundin getur verið mikill skaðvaldur hvað líkur á kulnun varðar. Almennt má sjá að fólk sem skorar hátt á einkennum fullkomnunaráráttu skorar einnig hátt á einkennum kulnunar. Það sama má segja um þrautseigju, sem flest okkar upplifa almennt sem mjög jákvæðan eiginleika. „Þrautseigja hefur verið talin verndandi þáttur gegn kulnun því þrautseigja er eiginleiki sem gerir okkur fært að þola álag betur og takast á við erfiðar aðstæður. En þessi verndandi áhrif þrautseigju minnka þegar fólk er líka haldið fullkomnunaráráttu. Þannig aukast líkurnar á kulnun því að því að við einfaldlega keyrum okkur svolítið í kaf. Sá eiginleiki að vera þrautseig getur líka leitt til þess að við erum líklegri til að hunsa viðvörunarmerkin um einkenni kulnunar.“ Helga Lára segir mikilvægt að vinnustaðir séu vakandi yfir því að starfsfólk sem einmitt telst mjög þrautseigt eða skilar sínu alltaf fullkomlega og vel, sé að sama skapi starfsfólk sem gæti lent í kulnun. Helga Lára mælir með því að við séum mátulega kærulaus og þar þurfi konur jafnvel að læra svolítið af karlmönnum, því margt bendir til þess að karlmenn kunni þá list betur en konur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að vera mátulega kærulaus Það sem Helga Lára segir að niðurstöðurnar séu fyrst og fremst að kenna okkur er að við sjálf og vinnustaðir þurfum að vera vakandi yfir því að eftirsóknarverðir eiginleikar í starfsfólki eða eiginleikar sem við erum sjálf stolt af, eru líka eiginleikar sem við þurfum að stilla okkur í hóf með. ,,Vinnustaðir þurfa til dæmis að vera meðvitaðir um það að starfsfólk sem augljóslega býr mjög ríkulega yfir þessum eiginleikum, er jafnvel hættara við að lenda í kulnun eða finna fyrir einkennum kulnunar,“ segir Helga og útskýrir hvernig gagnlegt væri að horfa á kulnun út frá einstaklingsþáttum. Helga segir þessi hættumerki oft lúmsk, fullkomnunarárátta geti til dæmis verið lúmsk ein og sér. Hún sé ekki skilgreind sem sjúkdómur eða geðröskun, en geti haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á einstakling. ,,Það er enginn með yfirsýn yfir það hversu algeng kulnun er í raun. En við getum aðeins horft á þetta í kringum okkur og sett í samhengi við þær tölur sem þó liggja fyrir,“ segir Helga Lára og tekur dæmi. „Kulnun er til dæmis að sýna sig í meira mæli hjá konum. Og hvað erum við oft að sjá hjá þeim? Jú, við sjáum að konur eru oft harðduglegir starfsmenn eða millistjórnendur sem eru alltaf reiðubúnar til að takast á við verkefni í vinnunni og mæta vel undirbúnar á fundi. Á sama tíma eru þær oftar en ekki að sjá að miklum hluta um heimilið, eru virkar fótboltamömmur og jafnvel að taka þátt í járnkarlinum. Þarna eru eiginleikarnir í hnotskurn að sýna sig: Fullkomnunaráráttan og þrautseigjan. Þetta er því hópur sem þarf að gæta sérstaklega að sér þegar kemur að kulnun eða einkennum kulnunar.“ En hvað myndir þú þá ráðleggja til dæmis konum, sem eru að samsvara sig vel við þessa lýsingu, sem síðan birtist bæði í einkalífi og starfi? Ég myndi kannski segja að konur þyrftu mögulega að læra betur að vera kærulausari en það að vera kærulausari er eiginleiki sem karlmenn virðast að mörgu leyti kunna betur en konur. Þá er ég ekki að meina að karlmenn séu ekki líka harðduglegir og sjálfir með fullkomnunaráráttu og þrautseigir, en heilt yfir virðast þeir kunna betur þá list að finna einhvern milliveg með því að vera aðeins kærulausari.“ Leiðbeinandi Helgu Láru í meistararitgerðinni var Linda Bára Lýðsdóttir og segir Helga það nú þegar liggja fyrir að fræðigrein verður unnin upp úr meistaragreininni þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða krufnar enn betur. „En þar sem það er svo ofboðslega ríkjandi í okkur Íslendingum að vera dugleg, að vinnusemi sé svo mikil dyggð og að við viljum gera allt svo vel, eru þetta líka niðurstöður sem geta sagt við okkur öll að líta svolítið í eigin barm og finna jafnvægið þannig að jákvæðu og eftirsóttu eiginleikarnir okkar auki ekki líkurnar á kulnun eða einkennum kulnunar. Og þar er það mögulega best að vera einfaldlega aðeins kærulausari og slá aðeins af kröfunum okkar.“ Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
„Því hver vill ekki vinna með fólki sem klárar allt upp á tíu og gefst aldrei upp?“ Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna hins vegar að þessir eiginleikar geta snúist upp í andhverfu sína og leitt til kulnunar. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fræðast aðeins um það, hvernig það getur hjálpað okkur að sporna við kulnun með því að líta í eigin barm og jafnvel að finna jafnvægið á því hvernig við nýtum styrkleikana okkar. Styrkleikar sem geta leitt til kulnunar Helga Lára segir margar rannsóknir til um kulnun. Nýlega vann Helga hins vegar meistararitgerð í klínískri sálfræði í HR þar sem sjónum var beint að því hver tengslin væru á milli fullkomnunaráráttu annars vegar og þrautseigju hins vegar og síðan kulnunar. Enda margir sem geta samsvarað sig við þetta tvennt: Fullkomnunaráráttu og/eða þrautseigju. „Fullkomnunaráráttu má lýsa sem ríkri þörf til að skara fram úr og fólk sem er með fullkomnunaráráttu er með miklar kröfur til sjálfs síns og sinnar eigin frammistöðu. Það byggir svo gjarnan eigið virði á því hvernig þeim tekst að standa undir þessum kröfum“ segir Helga Lára og bætir við: Fullkomnunaráráttuna er hins vegar hægt að flokka í jákvæðari eða neikvæðari tegund. Sú jákvæða er fullkomnunarárátta þar sem viðkomandi er með háleit markmið og setur á sig mikla pressu til að ná þeim. Sú neikvæða er hins vegar þegar fólk efast sífellt um sig, hefur miklar áhyggjur af því að gera mistök og hugsunin „Það er aldrei neitt nógu gott sem ég geri“ er oft ríkjandi.“ Það sem niðurstöður rannsóknar Helgu Láru, sem var gerð á íslenskum vinnustöðum þar sem um 400 starfsmenn tóku þátt, sýndu er að neikvæða tegundin getur verið mikill skaðvaldur hvað líkur á kulnun varðar. Almennt má sjá að fólk sem skorar hátt á einkennum fullkomnunaráráttu skorar einnig hátt á einkennum kulnunar. Það sama má segja um þrautseigju, sem flest okkar upplifa almennt sem mjög jákvæðan eiginleika. „Þrautseigja hefur verið talin verndandi þáttur gegn kulnun því þrautseigja er eiginleiki sem gerir okkur fært að þola álag betur og takast á við erfiðar aðstæður. En þessi verndandi áhrif þrautseigju minnka þegar fólk er líka haldið fullkomnunaráráttu. Þannig aukast líkurnar á kulnun því að því að við einfaldlega keyrum okkur svolítið í kaf. Sá eiginleiki að vera þrautseig getur líka leitt til þess að við erum líklegri til að hunsa viðvörunarmerkin um einkenni kulnunar.“ Helga Lára segir mikilvægt að vinnustaðir séu vakandi yfir því að starfsfólk sem einmitt telst mjög þrautseigt eða skilar sínu alltaf fullkomlega og vel, sé að sama skapi starfsfólk sem gæti lent í kulnun. Helga Lára mælir með því að við séum mátulega kærulaus og þar þurfi konur jafnvel að læra svolítið af karlmönnum, því margt bendir til þess að karlmenn kunni þá list betur en konur.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að vera mátulega kærulaus Það sem Helga Lára segir að niðurstöðurnar séu fyrst og fremst að kenna okkur er að við sjálf og vinnustaðir þurfum að vera vakandi yfir því að eftirsóknarverðir eiginleikar í starfsfólki eða eiginleikar sem við erum sjálf stolt af, eru líka eiginleikar sem við þurfum að stilla okkur í hóf með. ,,Vinnustaðir þurfa til dæmis að vera meðvitaðir um það að starfsfólk sem augljóslega býr mjög ríkulega yfir þessum eiginleikum, er jafnvel hættara við að lenda í kulnun eða finna fyrir einkennum kulnunar,“ segir Helga og útskýrir hvernig gagnlegt væri að horfa á kulnun út frá einstaklingsþáttum. Helga segir þessi hættumerki oft lúmsk, fullkomnunarárátta geti til dæmis verið lúmsk ein og sér. Hún sé ekki skilgreind sem sjúkdómur eða geðröskun, en geti haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á einstakling. ,,Það er enginn með yfirsýn yfir það hversu algeng kulnun er í raun. En við getum aðeins horft á þetta í kringum okkur og sett í samhengi við þær tölur sem þó liggja fyrir,“ segir Helga Lára og tekur dæmi. „Kulnun er til dæmis að sýna sig í meira mæli hjá konum. Og hvað erum við oft að sjá hjá þeim? Jú, við sjáum að konur eru oft harðduglegir starfsmenn eða millistjórnendur sem eru alltaf reiðubúnar til að takast á við verkefni í vinnunni og mæta vel undirbúnar á fundi. Á sama tíma eru þær oftar en ekki að sjá að miklum hluta um heimilið, eru virkar fótboltamömmur og jafnvel að taka þátt í járnkarlinum. Þarna eru eiginleikarnir í hnotskurn að sýna sig: Fullkomnunaráráttan og þrautseigjan. Þetta er því hópur sem þarf að gæta sérstaklega að sér þegar kemur að kulnun eða einkennum kulnunar.“ En hvað myndir þú þá ráðleggja til dæmis konum, sem eru að samsvara sig vel við þessa lýsingu, sem síðan birtist bæði í einkalífi og starfi? Ég myndi kannski segja að konur þyrftu mögulega að læra betur að vera kærulausari en það að vera kærulausari er eiginleiki sem karlmenn virðast að mörgu leyti kunna betur en konur. Þá er ég ekki að meina að karlmenn séu ekki líka harðduglegir og sjálfir með fullkomnunaráráttu og þrautseigir, en heilt yfir virðast þeir kunna betur þá list að finna einhvern milliveg með því að vera aðeins kærulausari.“ Leiðbeinandi Helgu Láru í meistararitgerðinni var Linda Bára Lýðsdóttir og segir Helga það nú þegar liggja fyrir að fræðigrein verður unnin upp úr meistaragreininni þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða krufnar enn betur. „En þar sem það er svo ofboðslega ríkjandi í okkur Íslendingum að vera dugleg, að vinnusemi sé svo mikil dyggð og að við viljum gera allt svo vel, eru þetta líka niðurstöður sem geta sagt við okkur öll að líta svolítið í eigin barm og finna jafnvægið þannig að jákvæðu og eftirsóttu eiginleikarnir okkar auki ekki líkurnar á kulnun eða einkennum kulnunar. Og þar er það mögulega best að vera einfaldlega aðeins kærulausari og slá aðeins af kröfunum okkar.“
Ástin og lífið Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03