Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:30 Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku eru grunaðir um aðild að hagræðingu úrslita í leikjum. Federata e Hendbollit e Kosovës Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. Seinni þáttur dönsku heimildamyndarinnar „Grunsamlegur leikur“ var sýndur á sjónvarpsstöðinni TV2 í gær. Í fyrri þættinum var greint frá því hvernig notuð var tálbeita til að góma formann dómaranefndar EHF vegna gruns um hagræðingu úrslita í handboltaleikjum. Í heimildamyndinni sést formaðurinn Dragan Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndarinnar í maí. Í seinni þættinum sem sýndur var í gær var meðal annars fjallað um leik danska liðsins GOG og svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í október árið 2020. Nikolej Krickau, fyrrum þjálfari GOG, er handviss um að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt. Krickau er nýtekinn við sem þjálfari Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. GOG tapaði umræddum leik með einu marki eftir mark á lokasekúndum leiksins. Eftir leikinn hóf evrópska handknattleikssambandið, EHF, rannsókn en hafnaði því að lokum að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Forráðamenn nokkurra veðmálafyrirtækja lokuðu á veðmál fyrir leikinn vegna fjölmargra óeðlilegra veðmála í tengslum við hann. Krickau fannst dómgæslan í leiknum vera grunsamleg. Landsliðsmarkvörður Íslands Viktor Gísli Hallgrímsson var leikmaður GOG á þessum tíma og tók þátt í leiknum. Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. „Það var okkar upplifun að á síðustu tuttugu mínútunum vorum við tilneyddir að horfa á dómarana í hvert skipti sem þeir dæmdu og segja: „Hvað ertu að dæma?“. Allt traust og almenn skynsemi var farið,“ sagði Krickau. Á svörtum lista hjá veðmálafyrirtækjum Það var dómaraparið Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku frá Kósóvó sem dæmdi leikinn. EHF hóf rannsókn en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert sem væri hægt að aðhafast. Nú hefur hins vegar komið í ljós að sama dómarapar hefur síðan þá dæmt leiki þar sem grunur er um hagræðingu úrslita. Um er að ræða stóra alþjóðlega leiki, meðal annars leik Hollands og Belgíu í undankeppni Evrópumótsins í janúar næstkomandi sem og leik í Meistaradeild kvenna þar sem Kastamonu og Metz mættust. TV2 hefur undir höndum gögn frá veðmálafyrirtækjum og fyrirækjum sem sjá um millfærslu peninga. Forsvarsmaður eins veðmálafyrirtækis kemur fram í heimildamynd TV2 án þess að nafn hans sé getið. Samkvæmt honum er enginn vafi á að GOG tapaði leiknum gegn Kadetten Schaffhausen vegna dómgæslunnar. „Þegar maður skoðar veðmál sem lögð eru fram, að Kadetten Schaffhausen myndi vinna, og þegar maður skoðar það í samhengi við frammistöðu dómaranna á vellinum, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að GOG tapaði leiknum vegna dómaranna.“ Vitaku-dómaraparið er á svörtum lista hjá ýmsum veðmálafyrirtækjum samkvæmt TV2. Það þýðir að í hvert sinn sem parið dæmir fá fyrirtækin aðvörun og upphæðin sem hægt er að leggja undir á úrslit leiksins er lækkuð. Stórt veðmál frá aðila sem dæmdur var fyrir hagræðingu úrslita Í þætti gærkvöldsins var einnig greint frá því að aðili sem hlotið hefur dóm fyrir hagræðingu úrslita lagði pening undir á umræddan leik GOG og Kadetten Schaffhausen. Forsvarsmaður annars veðmálafyrirtækis segir að aðilinn hafi lagt hámarksupphæð undir að Kadetten Schaffhausen færi með sigur af hólmi. „Hann hafði aldrei lagt undir pening á handbolta áður og þetta var mjög óvenjuleg upphæð. Þegar ég fer í gegnum veðmálin hans þá er mín tilfinning að það hafi ekki bara verið hrein heppni að hann hafi náð svona miklu af okkur.“ Aðilinn sem lagði pening undir á leikinn hafði áður verið dæmdur fyrir hagræðingu úrslita í knattspyrnu, þar sem hann ásamt öðrum aðila, hafði reynt að múta markverði í sænsku úrvalsdeildinni með tveimur milljónum sænskra króna ef markmaðurinn myndi spila illa í leik. Markmaðurinn tilkynnti atvikið og bæði aðilinn sem lagði pening undir á leik GOG og Kadetten Schaffhausen, sem og félagi hans, fengu dóm. Så er anden del af vores dokumentar Mistænkeligt spil ude på TV 2 Play - og kommer også i aften klokken 20 på TV 2 #hndbld #handball pic.twitter.com/Jcx4Qo5C1i— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) July 12, 2023 Það kemur Nicolej Krickau ekki á óvart að umræddur aðili hafi lagt pening undir á leik hans liðs, hans tilfinning hefur allan tímann verið sú að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt. „Þetta eru rosaleg skilaboð að fá, að aðili sem hefur verið dæmdur fyrir hagræðingu úrslita, hafi lagt pening undir á leik hjá þér. En það gefur þessu öllu samhengi,“ segir hann og vísar í frammistöðu dómaranna. Hann er ósáttur með að sama dómarapar hafi fengið úthlutað fleiri leikjum síðustu árin, án þess að EHF hafi gripið inn í. „Ég er bæði ótrúlega hissa og pirraður yfir því að þeir séu ennþá að dæma. Maður fær illt í magann af því. Við sem þátttakendur í leiknum verðum sorgmæddir því við vorum að berjast eins og brjálæðingar við að finna síðustu mörkin, auðvitað líður manni eins og maður sé hálfmáttlaus.“ EHF neitar að svara Þegar TV2 hóf að afhjúpa spillingu í handboltaheiminum í janúar síðastliðnum komu á ný fram ásakanir um hagræðingu úrslita í leik sem kósóvska dómaraparið dæmdi. Það var leikur Vipers Kristiansand og Rail Cargo í Meistaradeild kvenna og aftur var veðjað á óeðlilegan hátt á úrslit leiksins. Síðan í þeim leik hefur dómaraparið ekki dæmt einn einasta leik. TV2 sendi fyrirspurn á EHF um hvort sambandið hefði fengið aðvaranir varðandi ákveðna leiki á þessu og síðasta ári frá Sportradar, sem rannsakar hagræðingu úrslita í íþróttum og er samstarfsaðili EHF. Sambandið hefur ekki svarað og ekki heldur af hverju dómaraparið hefur ekki dæmt neinn leik síðan í janúar. TV2 hefur sömuleiðis reynt að hafa samband við báða dómarana. Þeir neita að hafa verið aðilar að hagræðingu úrslita. Arsim Vitaku segir jafnframt að hann viti ekki hvers vegna hann og félagi hans, Erdoan Vitaku, hafa ekki dæmt síðan í janúar. Að hans sögn hefur hann ekki átt í samskiptum við EHF. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Seinni þáttur dönsku heimildamyndarinnar „Grunsamlegur leikur“ var sýndur á sjónvarpsstöðinni TV2 í gær. Í fyrri þættinum var greint frá því hvernig notuð var tálbeita til að góma formann dómaranefndar EHF vegna gruns um hagræðingu úrslita í handboltaleikjum. Í heimildamyndinni sést formaðurinn Dragan Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndarinnar í maí. Í seinni þættinum sem sýndur var í gær var meðal annars fjallað um leik danska liðsins GOG og svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í október árið 2020. Nikolej Krickau, fyrrum þjálfari GOG, er handviss um að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt. Krickau er nýtekinn við sem þjálfari Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. GOG tapaði umræddum leik með einu marki eftir mark á lokasekúndum leiksins. Eftir leikinn hóf evrópska handknattleikssambandið, EHF, rannsókn en hafnaði því að lokum að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað. Forráðamenn nokkurra veðmálafyrirtækja lokuðu á veðmál fyrir leikinn vegna fjölmargra óeðlilegra veðmála í tengslum við hann. Krickau fannst dómgæslan í leiknum vera grunsamleg. Landsliðsmarkvörður Íslands Viktor Gísli Hallgrímsson var leikmaður GOG á þessum tíma og tók þátt í leiknum. Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. „Það var okkar upplifun að á síðustu tuttugu mínútunum vorum við tilneyddir að horfa á dómarana í hvert skipti sem þeir dæmdu og segja: „Hvað ertu að dæma?“. Allt traust og almenn skynsemi var farið,“ sagði Krickau. Á svörtum lista hjá veðmálafyrirtækjum Það var dómaraparið Erdoan Vitaku og Arsim Vitaku frá Kósóvó sem dæmdi leikinn. EHF hóf rannsókn en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert sem væri hægt að aðhafast. Nú hefur hins vegar komið í ljós að sama dómarapar hefur síðan þá dæmt leiki þar sem grunur er um hagræðingu úrslita. Um er að ræða stóra alþjóðlega leiki, meðal annars leik Hollands og Belgíu í undankeppni Evrópumótsins í janúar næstkomandi sem og leik í Meistaradeild kvenna þar sem Kastamonu og Metz mættust. TV2 hefur undir höndum gögn frá veðmálafyrirtækjum og fyrirækjum sem sjá um millfærslu peninga. Forsvarsmaður eins veðmálafyrirtækis kemur fram í heimildamynd TV2 án þess að nafn hans sé getið. Samkvæmt honum er enginn vafi á að GOG tapaði leiknum gegn Kadetten Schaffhausen vegna dómgæslunnar. „Þegar maður skoðar veðmál sem lögð eru fram, að Kadetten Schaffhausen myndi vinna, og þegar maður skoðar það í samhengi við frammistöðu dómaranna á vellinum, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að GOG tapaði leiknum vegna dómaranna.“ Vitaku-dómaraparið er á svörtum lista hjá ýmsum veðmálafyrirtækjum samkvæmt TV2. Það þýðir að í hvert sinn sem parið dæmir fá fyrirtækin aðvörun og upphæðin sem hægt er að leggja undir á úrslit leiksins er lækkuð. Stórt veðmál frá aðila sem dæmdur var fyrir hagræðingu úrslita Í þætti gærkvöldsins var einnig greint frá því að aðili sem hlotið hefur dóm fyrir hagræðingu úrslita lagði pening undir á umræddan leik GOG og Kadetten Schaffhausen. Forsvarsmaður annars veðmálafyrirtækis segir að aðilinn hafi lagt hámarksupphæð undir að Kadetten Schaffhausen færi með sigur af hólmi. „Hann hafði aldrei lagt undir pening á handbolta áður og þetta var mjög óvenjuleg upphæð. Þegar ég fer í gegnum veðmálin hans þá er mín tilfinning að það hafi ekki bara verið hrein heppni að hann hafi náð svona miklu af okkur.“ Aðilinn sem lagði pening undir á leikinn hafði áður verið dæmdur fyrir hagræðingu úrslita í knattspyrnu, þar sem hann ásamt öðrum aðila, hafði reynt að múta markverði í sænsku úrvalsdeildinni með tveimur milljónum sænskra króna ef markmaðurinn myndi spila illa í leik. Markmaðurinn tilkynnti atvikið og bæði aðilinn sem lagði pening undir á leik GOG og Kadetten Schaffhausen, sem og félagi hans, fengu dóm. Så er anden del af vores dokumentar Mistænkeligt spil ude på TV 2 Play - og kommer også i aften klokken 20 på TV 2 #hndbld #handball pic.twitter.com/Jcx4Qo5C1i— Lars Bruun-Mortensen (@larsbmo) July 12, 2023 Það kemur Nicolej Krickau ekki á óvart að umræddur aðili hafi lagt pening undir á leik hans liðs, hans tilfinning hefur allan tímann verið sú að úrslitum leiksins hafi verið hagrætt. „Þetta eru rosaleg skilaboð að fá, að aðili sem hefur verið dæmdur fyrir hagræðingu úrslita, hafi lagt pening undir á leik hjá þér. En það gefur þessu öllu samhengi,“ segir hann og vísar í frammistöðu dómaranna. Hann er ósáttur með að sama dómarapar hafi fengið úthlutað fleiri leikjum síðustu árin, án þess að EHF hafi gripið inn í. „Ég er bæði ótrúlega hissa og pirraður yfir því að þeir séu ennþá að dæma. Maður fær illt í magann af því. Við sem þátttakendur í leiknum verðum sorgmæddir því við vorum að berjast eins og brjálæðingar við að finna síðustu mörkin, auðvitað líður manni eins og maður sé hálfmáttlaus.“ EHF neitar að svara Þegar TV2 hóf að afhjúpa spillingu í handboltaheiminum í janúar síðastliðnum komu á ný fram ásakanir um hagræðingu úrslita í leik sem kósóvska dómaraparið dæmdi. Það var leikur Vipers Kristiansand og Rail Cargo í Meistaradeild kvenna og aftur var veðjað á óeðlilegan hátt á úrslit leiksins. Síðan í þeim leik hefur dómaraparið ekki dæmt einn einasta leik. TV2 sendi fyrirspurn á EHF um hvort sambandið hefði fengið aðvaranir varðandi ákveðna leiki á þessu og síðasta ári frá Sportradar, sem rannsakar hagræðingu úrslita í íþróttum og er samstarfsaðili EHF. Sambandið hefur ekki svarað og ekki heldur af hverju dómaraparið hefur ekki dæmt neinn leik síðan í janúar. TV2 hefur sömuleiðis reynt að hafa samband við báða dómarana. Þeir neita að hafa verið aðilar að hagræðingu úrslita. Arsim Vitaku segir jafnframt að hann viti ekki hvers vegna hann og félagi hans, Erdoan Vitaku, hafa ekki dæmt síðan í janúar. Að hans sögn hefur hann ekki átt í samskiptum við EHF.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira