Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 10:54 Jakob Vegerfors náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast. Jakob Vegerfors/Madeleine Marie Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. „Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira