Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 10:54 Jakob Vegerfors náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast. Jakob Vegerfors/Madeleine Marie Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. „Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira