Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 19:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti átti einkafund með Volodymyr Zelensky þar sem hann lýsti því yfir að aðild Úkraínu að NATO væri bara tímaspursmál. Vel fór á með forsetunum tveimur. AP/Susan Walsh Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent