Sakar Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 15:36 Jonah Hill sver ásakanir af sér. EPA-EFE/ADAM BERRY Alexa Nikolas, leikkona og Nickelodeon stjarna, sakar bandaríska leikarann Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana þegar hún var sextán ára gömul. Ásakanirnar birti hún á Twitter örfáum dögum eftir að Sarah Brady, fyrrverandi kærasta Hill sakaði hann um að hafa beitt sig tilfinningalegu ofbeldi í sambandi þeirra sem lauk árið 2021. Lýsti Brady því og birti skilaboð leikarans þar sem hann telur upp ýmislegt sem honum þótti ekki við hæfi að hún gerði á meðan þau væru saman. Sagði hann að um mörk sín væri að ræða. Nikolas segir í Twitter færslu að hún hafi verið í partýi hjá bandaríska leikaranum Justin Long ásamt Jonah Hill og fleiri leikurum árið 2008, þegar hún var sextán ára gömul og hann 24 ára. Þau hafi farið út að reykja og hún beðið hann um sígarettu. „Hann rétti mér hana ekki, sem mér þótti furðulegt og þegar ég bað hann um hana þá sagði hann ekki neitt heldur ýtti mér að hurðinni og tróð tungunni sinni upp í mig,“ skrifar leikkonan á Twitter. Hún segist hafa ýtt honum af sér og flúið af hólmi. Bandaríski miðillinn PageSix hefur eftir talsmanni Jonah Hill að hann þvertaki fyrir ásakanir leikkonunnar. Hann kannist ekki við að þessir atburðir hafi átt sér stað. Hefur miðillinn hins vegar eftir leikkonunni að hún standi við sína frásögn. Hún hafi ekki þorað að segja foreldrum sínum frá á sínum tíma þar sem hún hafi ekki mátt vera í partýinu. Just to note #JonahHill said if I wanted the cig I had to come with him outside to get it. He didn t wanna go all alone . They were all aware I was 16.— Alexa Nikolas (@alexanikolas__) July 9, 2023 Bandaríkin Hollywood Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Sjá meira
Ásakanirnar birti hún á Twitter örfáum dögum eftir að Sarah Brady, fyrrverandi kærasta Hill sakaði hann um að hafa beitt sig tilfinningalegu ofbeldi í sambandi þeirra sem lauk árið 2021. Lýsti Brady því og birti skilaboð leikarans þar sem hann telur upp ýmislegt sem honum þótti ekki við hæfi að hún gerði á meðan þau væru saman. Sagði hann að um mörk sín væri að ræða. Nikolas segir í Twitter færslu að hún hafi verið í partýi hjá bandaríska leikaranum Justin Long ásamt Jonah Hill og fleiri leikurum árið 2008, þegar hún var sextán ára gömul og hann 24 ára. Þau hafi farið út að reykja og hún beðið hann um sígarettu. „Hann rétti mér hana ekki, sem mér þótti furðulegt og þegar ég bað hann um hana þá sagði hann ekki neitt heldur ýtti mér að hurðinni og tróð tungunni sinni upp í mig,“ skrifar leikkonan á Twitter. Hún segist hafa ýtt honum af sér og flúið af hólmi. Bandaríski miðillinn PageSix hefur eftir talsmanni Jonah Hill að hann þvertaki fyrir ásakanir leikkonunnar. Hann kannist ekki við að þessir atburðir hafi átt sér stað. Hefur miðillinn hins vegar eftir leikkonunni að hún standi við sína frásögn. Hún hafi ekki þorað að segja foreldrum sínum frá á sínum tíma þar sem hún hafi ekki mátt vera í partýinu. Just to note #JonahHill said if I wanted the cig I had to come with him outside to get it. He didn t wanna go all alone . They were all aware I was 16.— Alexa Nikolas (@alexanikolas__) July 9, 2023
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Sjá meira