NBA fór ekki alveg alla leið í nýju flopp-reglunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 15:31 LeBron James og kollegum hans í NBA-deildinni í körfubolta verður refsað fyrir leikaraskap á næstu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA deildin í körfubolta hefur nú samþykkt tvær reglubreytingar fyrir komandi keppnistímabil. Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023 NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Stjórn NBA fór yfir tillögurnar og þær hafa nú fengið grænt ljóst frá þeim sem ráða. Það þurfti þó að draga úr áhrifamætti annarar þeirra til að fá hana samþykkta. NBA has approved two new rules changes for the 2023-24 season, per @ShamsCharania Flops will result in a tech and the opposing team will get a free throw Coaches will be given a second challenge if the first is successful pic.twitter.com/P7jEgJkBUD— Bleacher Report (@BleacherReport) July 12, 2023 Önnur reglan snýr að auknum möguleika þjálfara á því að senda dómara í Varsjána en hin snýr að nýrri refsireglu til að sporna við leikaraskap leikmanna. Þjálfarar hafa hér eftir tvö tækifæri til að fá dómara til að endurskoða dóma sína á myndbandsupptöku. Ef þjálfari vísar dómi í Varsjána snemma leiks og þjálfarinn hefur rétt fyrir sér þá fær hann möguleika á því að gera það aftur seinna í leiknum. Liðin fá leikhléið sitt aftur vinni þeirri fyrri dómaravéfengjuna en það mun alltaf kosta þau leikhlé sendi þau dóminn aftur í Varsjána sama hver niðurstaðan verður. Hin reglubreytingin snýr að tæknivillu fyrir leikaraskap eða flopp eins og það er kallað úti. Til að sporna við auknum leikaraskap í NBA leikjum þá geta dómarar hér eftir dæmt flopp-tæknivillu. Villan mun þó fara á liðið sjálft og mótherjinn fær í staðinn eitt víti. Dómarar þurfa ekki að stoppa leikinn strax til að dæma tæknivilluna og þeir mega líka skoða atvik á myndbandi ef að þeir hafa verið kallaðir til að skoða annað atvik. Mögulegur leikaraskapur kallar þó aldrei á sérferð í Varsjána. Í fyrstu drögum áttu liðin einnig að missa boltann fái þau dæmt á sig tæknivillu fyrir leikaraskap en áveðið var að draga þar í land og leikurinn heldur því áfram eins og frá var horfið. BREAKING: The NBA Board of Governors has approved two new gameplay changes for the 2023-24 season: - In-game penalty for flops resulting in technical foul free throw- A second coach s challenge awarded if first challenge is successfulThoughts on the changes? pic.twitter.com/PlCQXEEGGj— NBA Buzz (@OfficialNBABuzz) July 12, 2023
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira