Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2023 12:19 Fólk á hjólum á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira