Samfélagið á Austfjörðum er í sárum eftir að þrennt fórst í hörmulgu flugslysi í gær. Minningarathöfn hefst í Egilsstaðakirkju nú klukkan sex. Við greinum nánar frá rannsókn slyssins í beinni útsendingu frá Egilsstöðum.
Sögulegur tveggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Vilníus í Litháen í dag þar sem aðildarumsókn Svía að bandalaginu var staðfest. Einnig var kynnt áætlun um aðild Úkraínu að bandalaginu eftir ákveðinni sérleið og sérstakt Úkraínuráð tekur til starfa innan NATO á morgun.
Mikill uppgangur er í komu skemmtiferðaskipa til ísafjarðar í sumar og áætlað að um 150 þúsund manns komi siglandi til bæjarins. sem er töluverð lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í bænum.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.