Innlent

Nöfn þeirra sem létust í flug­slysinu á Austur­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi. 
Lögregla hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi. 

Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag.

Þau hétu Fríða Jóhannes­dóttir, spen­dýra­fræðingur, fædd 1982, Kristján Orri Magnús­son, fæddur 1982, flug­maður og Skarp­héðinn G. Þóris­son, fæddur 1954, líf­fræðingur.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu. Þar segir að þau hafi verið við reglu­legar hrein­dýratalningar Náttúru­stofu Austur­lands þegar slysið varð.

Lög­regla vekur at­hygli á minningar­stund sem haldin verður í Egils­staða­kirkju í dag klukkan 18. Hún minnir og á sam­ráðs­hóp al­manna­varna um á­falla­hjálp sem í boði er fyrir þá fjöl­mörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×