Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Eldgosið við Litla-Hrút verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Dregið hefur umtalsvert úr goskraftinum frá því í gærkvöldi að sögn sérfræðinga. Nú er fundað um framhaldið og ræðst það væntanlega í hádeginu hvort opnað verði fyrir aðgang almennings að gosstöðvunum. 

Einnig fjöllum við um flugslysið á Austurlandi sem varð á dögunum en síðar í dag fer fram minningarstund um hin látnu á Egilsstöðum. 

Að auki heyrum við af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun og þá verður spjallað við skordýrafræðing um ástandið á skordýrum landsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×