Það er hins vegar ljóst að Miami Heat, eða önnur félög, þurfa að gefa eftir mikið í staðinn fyrir hann og miðað við nýjustu yfirlýsingar frá framkvæmdastjóra Trail Blazers þá ætlar félagið ekki að slaka á kröfum sínum.
Trail Blazers GM Joe Cronin said Monday that he will be patient in finding the best return for Portland as he seeks to trade Damian Lillard.
— The Athletic (@TheAthletic) July 10, 2023
We re going to see how this lands. And if it takes months, it takes months.
More from @jwquick: https://t.co/20ncyWycK2 pic.twitter.com/P85zkLQ4od
Joe Cronin, framkvæmdastjóri Portland Trail Blazers, ræddi við fjölmiðla í gær og notaði tækifærið til að senda óbein skilaboð til Miami og annara félaga sem dreymir um að fá Lillard.
„Það sem ég hef lært mest af öllu er að þolinmæði er algjört lykilatriði,“ sagði Joe Cronin.
„Ekki bregðast við og ekki stökkva á hluti bara til að reyna að leysa vandamál. Ég lít svo á að þau lið sem hafa komið best út úr leikmannaskiptum eru þau félög sem hafa tekið sinn tíma og hafa ekki verið hvatvís,“ sagði Cronin.
"What I've learned more than anything is patience is critical... We're going to be patient, we're going to do what's best for our team... And if it takes months, it takes months."
— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023
Trail Blazers GM Joe Cronin on a Damian Lillard trade
(via @KGWNews)pic.twitter.com/mkEnAIi2hH
„Okkar nálgun verður því þannig. Vera þolinmóð og gera það besta fyrir okkar lið. Við ætlum að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Ef að þetta tekur einhverja mánuði þá mun það taka einhverja mánuði,“ sagði Cronin.
Damian Lillard er frábær leikmaður sem hefur ekki náð að vinna neitt á ellefu tímabilum hjá Portland Trail Blazers. Hann var með 32,2 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en er með 25,2 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 769 deildarleikjum með Trail Blazers.
Damian Lillard trade update via @wojespn:
— Evan Sidery (@esidery) July 11, 2023
- The Heat are the most motivated team to trade for Lillard.
- The Clippers would love to be involved in the process, but they don t have the necessary assets Portland is seeking.
- The Trail Blazers don t love Miami s offer, but it pic.twitter.com/VuRdMU5bXy