Fullyrðing um nauðgun innan marka tjáningarfrelsisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2023 15:16 Nauðgun eða ekki nauðgun. Konan og karlmaðurinn sjá með afar ólíkum augum samskipti þeirra á hótelherbergi á ferðalagi fyrir nokkrum árum. Getty Images Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða. Karlmaðurinn krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: „Mér var grátandi nauðgað af manni sem lauk sér af og réttlætti í sömu andrá gjörðir sínar með því að drátturinn greiddi fyrir kostnað upp á 5000 krónur fyrir einhverju sem mér hafði fyrr um daginn verið boðið upp á.“ „Þessi einstaklingur leit svo á að ég væri að ljúga upp á sig nauðgun eftir á, að verknaðurinn hefði verið níðingslegur, en ekki nauðgun. Hann sneri síðan upp á hendurnar á mér, til að þagga niður í vælinu í mér, svo illa að ég gat ekki notað þær í nokkra daga.“ Þá krafðist karlmaðurinn að kærastan fyrrverandi yrði dæmd í tólf mánaða fangelsi og þyrfti að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Stormasamt samband með hléum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að konan og karlinn hafi átt í stormasömu sambandi sem stóð yfir með hléum í nokkurn tíma. Ekki var ágreiningur á milli þeirra um að ummælin sem krafist væri ómerkingar á vísuðu til atviks sem átti sér stað í sambandi þeirra sem þau túlki með ólíkum hætti. Það var árið 2022 sem konan birti færslu sem ummælin voru hluti af. Í færslunni var aðdragandi að ummælunum sem snerust um áfallastreitu sem þolendur ofbeldis megi búa við. Konan lýsti því að atburðurinn hefði átt sér stað fyrir nokkrum árum en haft slæm áhrif á líf hennar. Karlmaðurinn óskaði eftir því að hún drægi færsluna til baka og bæðist afsökunar. Sagðist hann tilbúinn að falla frá áformum um að höfða einkarefsimál ef hún leiðrétti ummæli sín á sama vettvangi og þau voru birt auk þess að skrifa undir yfirlýsingar um leiðréttingu ummælanna. Konan birti bréfið á samfélagsmiðlum með svohljóðandi færslu: „Hvað er eiginlega í gangi með að þekkja sjálfan sig sem geranda í ónafngreindri frásögn af ofbeldi, kæra hana sem ærumeiðandi til lögreglu og ætla að stefna meintum þolanda?“ Þvingað andrúmsloft á ferðalagi Fór svo að karlmaðurinn höfðaði mál. Hann sagði opinberar ærumeiðingar byggja á fölskum ásökunum konunnar á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanirnar hafi skaðað mannorð hans, afkomumöguleika, orðspor, félagstengsl, kærleikssambönd, sjálfsmynd og andlega heilsu. Augljóst væri að konan ætti við hann þó ekkert nafn væri nefnt. Allir sem vissu af sambandi þeirra myndu átta sig á því. Samhljómur var með parinu um kveikjuna að ummælum. Þau hefðu farið saman í ferð, staðið í deilum og andrúmsloftið verið þvingað. Þau hefðu enn verið ósátt þegar til næturgistingar kom en þar átt kynmök í hótelherbergi. Karlmaðurinn lýsti því að þau hefðu vaknað, kysst og átt samfarir með vilja beggja. Hann hefði talið þau vera að sættast og hálfpartinn búist við afsökunarbeiðni frá henni. Þegar ekkert varð af því hafi hann orðið pirraður og andrúmsloftið aftur orðið þvingað. Þegar þau hefðu komið út í bílinn hefði hann hreytt í hana að hann hefði þó fengið eitthvað fyrir peninginn fyrir hótelherberginu. Þau hefðu hist nokkrum sinnum eftir þetta að frumkvæði hennar, slitið sambandinu og hafið aftur. Það hafi verið stormasamt en hann ekki beitt hana ofbeldi. Hann hefði þó gripið nokkrum sinnum um hendur hennar til að fá hana til að hætta að ýta sér. Horfast í augu við samband við ofbeldismann Konan lýsti því að á hótelherberginu hefði hún lagst til svefns. Hann hefði svo farið að riðlast á henni. Hún hefði frosið, farið að gráta og hann fengið sáðfall yfir hana. Svo hefði hann sagt henni að þetta hefði að minnsta kosti borgað kostnaðinn af hótelherberginu. Hún hefði ekki horfst í augu við þetta fyrr en að loknum sambandsslitum en þá þurft að horfast í augu við að hafa verið í sambandi með ofbeldismanni sem hefði hafist á kynferðislegri niðurlægingu. Þá hefði hún fjarlægt ummælin af samfélagsmiðlum eftir að henni var stefnt. Dómurinn leit til þess að ummælin hefðu verið sett fram um eigin upplifun af kynmökum sem fóru fram þegar þau voru ósátt. Þá hafi karlmaðurinn viðurkennt að hafa hreytt í konuna niðurlægjandi orðum og sömuleiðis gripið um hendur hennar. Þótt orð standi gegn orði um nauðgun væri ekki hægt að líta fram hjá því að upplifun konunnar byggir á raunverulegum atburði með teknu tilliti til atburðar sem getur verið opinn fyrir túlkun. Þannig vísi konan til þess að karlmaðurinn hafi talið verknaðinn níðingslegan en þó ekki nauðgun. Þannig komi túlkun beggja fram í færslunni. Þá verði ekki litið fram hjá því að konan setti fram ummælin í færslu þar sem inngangurinn fjallaði um stöðu þolenda ofbeldis, þar á meðal kynferðisofbeldi, en mikil og almenn umræða hafi átt sér stað í þjóðfélaginu um þau málefni undanfarin ár. Því verði að telja að rúmt svigrúm sé til tjáningar sem hluta af þeirri umræðu. Ummælin hafi ekki falið í sér staðhæfingu um staðreynd heldur gildisdóm um hennar upplifun sem ekki var tilefnislaus og settur var fram með þeim hætti að sýnt var að sá sem hún taldi hafa brotið af sér hefði ekki upplifað það með sama hætti. Konan hefði þannig ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis sem varin eru í stjórnarskránni og því ekki rofið friðhelgi einkalífs karlmannsins. Var konan sýknuð af öllum kröfum karlmannsins. Dómsmál Tjáningarfrelsi Kynferðisofbeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Karlmaðurinn krafðist þess að eftirfarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: „Mér var grátandi nauðgað af manni sem lauk sér af og réttlætti í sömu andrá gjörðir sínar með því að drátturinn greiddi fyrir kostnað upp á 5000 krónur fyrir einhverju sem mér hafði fyrr um daginn verið boðið upp á.“ „Þessi einstaklingur leit svo á að ég væri að ljúga upp á sig nauðgun eftir á, að verknaðurinn hefði verið níðingslegur, en ekki nauðgun. Hann sneri síðan upp á hendurnar á mér, til að þagga niður í vælinu í mér, svo illa að ég gat ekki notað þær í nokkra daga.“ Þá krafðist karlmaðurinn að kærastan fyrrverandi yrði dæmd í tólf mánaða fangelsi og þyrfti að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Stormasamt samband með hléum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að konan og karlinn hafi átt í stormasömu sambandi sem stóð yfir með hléum í nokkurn tíma. Ekki var ágreiningur á milli þeirra um að ummælin sem krafist væri ómerkingar á vísuðu til atviks sem átti sér stað í sambandi þeirra sem þau túlki með ólíkum hætti. Það var árið 2022 sem konan birti færslu sem ummælin voru hluti af. Í færslunni var aðdragandi að ummælunum sem snerust um áfallastreitu sem þolendur ofbeldis megi búa við. Konan lýsti því að atburðurinn hefði átt sér stað fyrir nokkrum árum en haft slæm áhrif á líf hennar. Karlmaðurinn óskaði eftir því að hún drægi færsluna til baka og bæðist afsökunar. Sagðist hann tilbúinn að falla frá áformum um að höfða einkarefsimál ef hún leiðrétti ummæli sín á sama vettvangi og þau voru birt auk þess að skrifa undir yfirlýsingar um leiðréttingu ummælanna. Konan birti bréfið á samfélagsmiðlum með svohljóðandi færslu: „Hvað er eiginlega í gangi með að þekkja sjálfan sig sem geranda í ónafngreindri frásögn af ofbeldi, kæra hana sem ærumeiðandi til lögreglu og ætla að stefna meintum þolanda?“ Þvingað andrúmsloft á ferðalagi Fór svo að karlmaðurinn höfðaði mál. Hann sagði opinberar ærumeiðingar byggja á fölskum ásökunum konunnar á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanirnar hafi skaðað mannorð hans, afkomumöguleika, orðspor, félagstengsl, kærleikssambönd, sjálfsmynd og andlega heilsu. Augljóst væri að konan ætti við hann þó ekkert nafn væri nefnt. Allir sem vissu af sambandi þeirra myndu átta sig á því. Samhljómur var með parinu um kveikjuna að ummælum. Þau hefðu farið saman í ferð, staðið í deilum og andrúmsloftið verið þvingað. Þau hefðu enn verið ósátt þegar til næturgistingar kom en þar átt kynmök í hótelherbergi. Karlmaðurinn lýsti því að þau hefðu vaknað, kysst og átt samfarir með vilja beggja. Hann hefði talið þau vera að sættast og hálfpartinn búist við afsökunarbeiðni frá henni. Þegar ekkert varð af því hafi hann orðið pirraður og andrúmsloftið aftur orðið þvingað. Þegar þau hefðu komið út í bílinn hefði hann hreytt í hana að hann hefði þó fengið eitthvað fyrir peninginn fyrir hótelherberginu. Þau hefðu hist nokkrum sinnum eftir þetta að frumkvæði hennar, slitið sambandinu og hafið aftur. Það hafi verið stormasamt en hann ekki beitt hana ofbeldi. Hann hefði þó gripið nokkrum sinnum um hendur hennar til að fá hana til að hætta að ýta sér. Horfast í augu við samband við ofbeldismann Konan lýsti því að á hótelherberginu hefði hún lagst til svefns. Hann hefði svo farið að riðlast á henni. Hún hefði frosið, farið að gráta og hann fengið sáðfall yfir hana. Svo hefði hann sagt henni að þetta hefði að minnsta kosti borgað kostnaðinn af hótelherberginu. Hún hefði ekki horfst í augu við þetta fyrr en að loknum sambandsslitum en þá þurft að horfast í augu við að hafa verið í sambandi með ofbeldismanni sem hefði hafist á kynferðislegri niðurlægingu. Þá hefði hún fjarlægt ummælin af samfélagsmiðlum eftir að henni var stefnt. Dómurinn leit til þess að ummælin hefðu verið sett fram um eigin upplifun af kynmökum sem fóru fram þegar þau voru ósátt. Þá hafi karlmaðurinn viðurkennt að hafa hreytt í konuna niðurlægjandi orðum og sömuleiðis gripið um hendur hennar. Þótt orð standi gegn orði um nauðgun væri ekki hægt að líta fram hjá því að upplifun konunnar byggir á raunverulegum atburði með teknu tilliti til atburðar sem getur verið opinn fyrir túlkun. Þannig vísi konan til þess að karlmaðurinn hafi talið verknaðinn níðingslegan en þó ekki nauðgun. Þannig komi túlkun beggja fram í færslunni. Þá verði ekki litið fram hjá því að konan setti fram ummælin í færslu þar sem inngangurinn fjallaði um stöðu þolenda ofbeldis, þar á meðal kynferðisofbeldi, en mikil og almenn umræða hafi átt sér stað í þjóðfélaginu um þau málefni undanfarin ár. Því verði að telja að rúmt svigrúm sé til tjáningar sem hluta af þeirri umræðu. Ummælin hafi ekki falið í sér staðhæfingu um staðreynd heldur gildisdóm um hennar upplifun sem ekki var tilefnislaus og settur var fram með þeim hætti að sýnt var að sá sem hún taldi hafa brotið af sér hefði ekki upplifað það með sama hætti. Konan hefði þannig ekki farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis sem varin eru í stjórnarskránni og því ekki rofið friðhelgi einkalífs karlmannsins. Var konan sýknuð af öllum kröfum karlmannsins.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Kynferðisofbeldi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent