„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 11:00 Þórhildur Sunna og Bergþór eru sammála um að ríkisstjórnin hangi á bláþræði. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37