„Við byrjuðum skelfilega og þurfum að skoða af hverju. Báðir McLaren-bílarnir voru öskufljótir og það tók nokkra hringi að komast fram úr þeim. Ég er auðvitað mjög ánægður með að við höfum unnið enn á ný. Ellefu sigrar í röð fyrir Red Bull, það er nokkuð magnað en þetta var engan veginn auðvelt í dag.“
„Byrjunin var virkilega slæm og við munum skoða það því ég tel okkur hafa byrjað mun betur í síðustu keppnum. Það gerir þetta skemmtilegra, að þurfa að hafa fyrir hlutunum,“ bætti Verstappen við.
Verstappen er með nærri 100 stiga forystu í keppni ökumanna. Hann er með 255 stig í efsta sæti en samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 156 stig.
Red Bull er með örugga forystu í efsta sæti í keppni bílaframleiðenda. Liðið er með 411 stig en Mercedes er í öðru sæti með 203 og Aston Martin í því þriðja með 181 stig.