Klæddu sig upp fyrir lokatónleika Elton John Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 15:03 Drífa og Snorri klæddu sig upp fyrir tónleikana í gærkvöldi. Aðsend Lokatónleikarnir í kveðjutónleikaröð tónlistarmannsins Elton John fóru fram í Stokkhólmi í gær. Tónleikaröðin hófst árið 2018 og er ein sú söluhæsta í sögunni. Íslensk hjón sem mættu á tónleikana í gær segja að þeir hafi verið frábærir. Elton John fullyrðir að þetta hafi verið hans síðasta tónleikaröð. Alls hefur hann spilað fyrir framan yfir sex milljón manns á tónleikum undanfarin fimm ár. Þá segir Billboard að tónleikaröðin sé sú fyrsta í sögunni hafi selt miða fyrir níuhundruð milljónir dollara, sem jafngildir um hundrað og tuttugu milljörðum í íslenskum krónum. „Þetta voru frábærir tónleikar, algjörlega geggjaðir,“ segir Snorri Örn Clausen í samtali við fréttastofu. Hann fékk tónleikana í fertugsafmælisgjöf frá konunni sinni, Drífu Jónasdóttur. „Ég hugsa að ég sé nú meiri aðdáandi en konan mín.“ Snorri beið á lestarstöðinni í fullum skrúða.Aðsend Snorri og Drífa klæddu sig bæði upp fyrir tónleikana en segja að það hafi ekki allir verið að gera það. Það þýðir þó ekki að það voru ekki alvöru aðdáendur á svæðinu. „Við hittum mann þarna sem var að fara á sína 35. tónleika og hann sagði að þetta hefðu verið bestu tónleikar sem hann hafði farið á síðustu 25 ár,“ segir Snorri. „Það var mikið af aðdáendum þarna sem voru greinilega búnir að fara á mjög marga tónleika. Hann taldi það upp að einhverjir voru búnir að fara á hundrað tónleika. Það var greinilegt að fólk var að mæta á síðustu tónleikana hans.“ Sumir eru meiri aðdáendur en aðrir. Snorri og Drífa hittu mann sem hefur farið á 35 tónleika með Elton John.Aðsend Þó svo að Elton ætli sér ekki að fara af stað með tónleikaröð aftur þá sagði hann að muni kannski halda einhverja tónleika aftur. „Hann sagðist vera hættur að túra en að hann myndi kannski gera eitthvað meira. Þannig við sjáum til,“ segir Snorri. „Ég hugsa að hann gæti alveg gert þetta lengur. Hann virtist allavega vera í fullu fjöri.“ Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Sjá meira
Elton John fullyrðir að þetta hafi verið hans síðasta tónleikaröð. Alls hefur hann spilað fyrir framan yfir sex milljón manns á tónleikum undanfarin fimm ár. Þá segir Billboard að tónleikaröðin sé sú fyrsta í sögunni hafi selt miða fyrir níuhundruð milljónir dollara, sem jafngildir um hundrað og tuttugu milljörðum í íslenskum krónum. „Þetta voru frábærir tónleikar, algjörlega geggjaðir,“ segir Snorri Örn Clausen í samtali við fréttastofu. Hann fékk tónleikana í fertugsafmælisgjöf frá konunni sinni, Drífu Jónasdóttur. „Ég hugsa að ég sé nú meiri aðdáandi en konan mín.“ Snorri beið á lestarstöðinni í fullum skrúða.Aðsend Snorri og Drífa klæddu sig bæði upp fyrir tónleikana en segja að það hafi ekki allir verið að gera það. Það þýðir þó ekki að það voru ekki alvöru aðdáendur á svæðinu. „Við hittum mann þarna sem var að fara á sína 35. tónleika og hann sagði að þetta hefðu verið bestu tónleikar sem hann hafði farið á síðustu 25 ár,“ segir Snorri. „Það var mikið af aðdáendum þarna sem voru greinilega búnir að fara á mjög marga tónleika. Hann taldi það upp að einhverjir voru búnir að fara á hundrað tónleika. Það var greinilegt að fólk var að mæta á síðustu tónleikana hans.“ Sumir eru meiri aðdáendur en aðrir. Snorri og Drífa hittu mann sem hefur farið á 35 tónleika með Elton John.Aðsend Þó svo að Elton ætli sér ekki að fara af stað með tónleikaröð aftur þá sagði hann að muni kannski halda einhverja tónleika aftur. „Hann sagðist vera hættur að túra en að hann myndi kannski gera eitthvað meira. Þannig við sjáum til,“ segir Snorri. „Ég hugsa að hann gæti alveg gert þetta lengur. Hann virtist allavega vera í fullu fjöri.“
Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Sjá meira