Innlent

Rúta festist í miðri á

Máni Snær Þorláksson skrifar
Um tuttugu túristar voru í rútunni sem sat föst í ánni.
Um tuttugu túristar voru í rútunni sem sat föst í ánni. Landsbjörg

Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni.

„Það er rúta á leiðinni úr bænum til þess að flytja þetta fólk austur á Klaustur þar sem þau áttu bókaða gistingu í nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Engum hafi orðið meint af.

Rútan bilaði í vaði ár að Fjallabaki við Illagil og ekki gekk að koma henni aftur í gang. Þá reyndi björgunarsveitarfólk að draga rútuna upp úr ánni en allt kom fyrir ekki. 

Ekki gekk að draga rútuna upp úr ánni og er hún því þar enn.Landsbjörg

„Það kom upp einhver bilun og það var ekki hægt að koma henni í gang aftur. Það var eiginlega útilokað að ná henni úr ánni með þeim tækjabúnaði sem þarna var. Þó svo að björgunarsveitin hafi verið með svolítið stóran trukk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×