Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2023 07:01 Íbúalýðræði og íbúaráðin í Reykjavík hafa verið til umræðu síðustu misserin eftir íbúaráðsfund Laugardals fyrir stuttu en þar átti sér stað einstakt atvik sem búið er að biðjast afsökunar á. Atvik sem á engan hátt endurspegla mikilvægt starf íbúaráðanna í hverfum borgarinnar. Umræðan var hörð í kjölfarið og stór og niðrandi orð í garð íbúaráðanna látin falla. Ráðin væru gagnlausustu ráð borgarinnar, þau væru sýndarsamráð, kostnaður væri hár og hafa fyrrverandi ráðsmenn jafnvel gengið svo langt að tala um afplánun með því að taka sæti í íbúaráði í sínu hverfi. Styrkur hverfa er fólginn í fólkinu sem þar býr. Íbúaráðin eru samsett af íbúum, fulltrúum ólíkrar grasrótar og fáeinum kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar kalla eftir efni á dagskrá, koma ólíkum sjónarmiðum á framfæri í gegnum tillögur, senda fyrirspurnir til að fá svör og skrifa umsagnir um misstór, umdeild og stundum viðkvæm mál. Erfið mál innan hverfa geta reynt á fulltrúa íbúaráðanna sérstaklega þegar umræðan er hörð og óvægin á samskiptamiðlum eða í fjölmiðlum. Þess vegna er mikilvægt að nálgast starfsemi íbúaráðana af virðingu og nærgætni. Brú grasrótar og stjórnkerfis borgarinnar Sú mynd sem hefur birst af íbúaráðum í umræðu liðinna daga er röng, villandi og lýsir á engan hátt þeirri vinnu sem þau inna af hendi. Íbúaráðin eru einstaklega mikilvæg brú milli grasrótar hverfanna og stjórnsýslu borgarinnar þar sem upplýsingamiðlun og mikilvægt samtal berst yfir brúnna. Styrkur hverfanna er fólginn í fólkinu sem þar býr, íbúunum sem lifa og hrærast í sínum hversdagsleika og þekkja hvern krók og kima innan nærsamfélagsins. Vita hvar öryggi gangandi er ógnað, hvar lýsingu vantar eða hvar þarf að draga úr umferðahraða, hvar má fegra með blómum og ljósum. Hvar hjartað slær í hverfinu. Þóknun fyrir þekkingu, vinnu og tengslanet Þau sem hafa unnið í sjálfboðavinnu fyrir foreldrafélög, íþrótta- og tómstundarfélög þekkja vel það dýrmæta grasrótarstarf sem þar er unnið. Með því að greiða fyrir setu í ráðunum er verið að leggja vigt í vinnu fulltrúanna og þá hagsmuni sem þeir standa fyrir. Reykjavíkurborg er óbeint að segja að framlag, þekking og tengslanet í þeirri vinnu sem fer fram innan ráðanna skiptir máli og að það sé vilji til að greiða málamynda þóknun fyrir. Samráð eða sýndarsamráð Við í Breiðholtinu höfum verið einstaklega lánsöm með okkar fulltrúa í ráðinu en íbúar í hverfinu veita okkur gott aðhald, er annt um hverfið sitt og eru duglegir að koma ábendingum á framfæri í málum sem hafa komið á borð ráðsins. Langar mig að nefna nokkur dæmi um hvernig íbúaráðin virka í raun. Ráðið hefur sent inn tillögur sem hafa notið framgöngu innan borgarkerfisins eftir ábendingar íbúa og sett þær inn í forgangsröðun tillagna nýrra fjárfestinga og viðhaldsáætlunar sem á sér stað samhliða vinnu fjárhagsáætlunargerðar Reykjavíkurborgar. Kallað var eftir úrbótum vegna umferðaröryggis barna á leið til Hólabrekkuskóla og Seljaskóla sem sjást í nýsamþykktri umferðaröryggisáætlun árið 2023 þar sem var samþykkt að gera nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla, nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla og að lokum nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautalýsingu yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla. Veturinn 2021 var vinna við viðauka Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 en veigamesta breytingin í viðaukanum snéri að hámarkshæð húsa í norður Mjódd. Svæðið var lækkað úr skilgreindri háhýsabyggð, 9 hæðir eða hærri niður í 5-8 hæðir. Samhliða var skerpt á túlkun viðmiða við hámarkshæð þannig að undantekning verði leyfð við götuhorn. Hámarkshæð verði aðeins leyfð í undantekningartilvikum við stakar byggingar og það áréttað sérstaklega, að við mótun byggðar, verði reynt að skala hana niður næst hinni lágreistu íbúðarbyggð og lágmarka þannig skuggavarp. Og svo eru það þessi risastóru litlu mál sem snerta hversdag okkar svo mikið eins og þegar tillaga var lögð fram vorið 2020 um að færa staðsetningu grenndargáma frá Arnarbakka til Leirubakka. Íbúar úr hverfinu fjölmenntu á fund í Breiðholtsskóla, ráðið sendi inn umsögn og var fallið frá þessum breytingum en íbúar vildu halda grenndarsvæðinu við Arnarbakka. Vond umræða vegur að grasrótinni Það er ómálefnalegt að nota einstakt tilvik sem endurspeglar engan veginn það dýrmæta starf sem íbúaráðin inna af hendi annað en að tala þau og íbúalýðræði niður samhliða að gera lítið úr öllum þeim hópi fólks sem vinnur ómetanlegt grasrótarstarf innan hverfa borgarinnar í þágu okkar allra að bættri borg. Allt tal um kostnað er fyrirsláttur til að draga athygli frá því sem mestu máli skiptir. Það er samráðsvettvangurinn sjálfur og þeir fulltrúar grasrótar sem þiggja þóknun fyrir þekkingu og reynslu úr sinni grasrót. Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera Íbúaráðin í Reykjavík skipta máli. Íbúalýðræði er komið til að vera. Íbúar hafa rödd innan hverfanna í gegnum ráðin, stað til að koma henni á framfæri og fulltrúa sem fylgja henni eftir. Stundum er tekið tillit til þeirra - stundum ekki. Stundum verða íbúar sáttir á meðan aðrir verða ósáttir, stundum er um að ræða málamiðlun milli ólíkra óska, stundum ekki en þannig virkar lýðræðislegt samtal. Tölum það frekar upp en niður. Hvetjum nágranna okkar, ungviðið, íbúa og nærsamfélagið til að taka þátt í því. Nýtum þær rásir sem eru til að móta nærsamfélagið okkar, koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum þannig að ákvarðanataka sé eins upplýst og hægt er. Þannig gerum við góð hverfi og góða borg enn betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir Borgarstjórn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði og íbúaráðin í Reykjavík hafa verið til umræðu síðustu misserin eftir íbúaráðsfund Laugardals fyrir stuttu en þar átti sér stað einstakt atvik sem búið er að biðjast afsökunar á. Atvik sem á engan hátt endurspegla mikilvægt starf íbúaráðanna í hverfum borgarinnar. Umræðan var hörð í kjölfarið og stór og niðrandi orð í garð íbúaráðanna látin falla. Ráðin væru gagnlausustu ráð borgarinnar, þau væru sýndarsamráð, kostnaður væri hár og hafa fyrrverandi ráðsmenn jafnvel gengið svo langt að tala um afplánun með því að taka sæti í íbúaráði í sínu hverfi. Styrkur hverfa er fólginn í fólkinu sem þar býr. Íbúaráðin eru samsett af íbúum, fulltrúum ólíkrar grasrótar og fáeinum kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar kalla eftir efni á dagskrá, koma ólíkum sjónarmiðum á framfæri í gegnum tillögur, senda fyrirspurnir til að fá svör og skrifa umsagnir um misstór, umdeild og stundum viðkvæm mál. Erfið mál innan hverfa geta reynt á fulltrúa íbúaráðanna sérstaklega þegar umræðan er hörð og óvægin á samskiptamiðlum eða í fjölmiðlum. Þess vegna er mikilvægt að nálgast starfsemi íbúaráðana af virðingu og nærgætni. Brú grasrótar og stjórnkerfis borgarinnar Sú mynd sem hefur birst af íbúaráðum í umræðu liðinna daga er röng, villandi og lýsir á engan hátt þeirri vinnu sem þau inna af hendi. Íbúaráðin eru einstaklega mikilvæg brú milli grasrótar hverfanna og stjórnsýslu borgarinnar þar sem upplýsingamiðlun og mikilvægt samtal berst yfir brúnna. Styrkur hverfanna er fólginn í fólkinu sem þar býr, íbúunum sem lifa og hrærast í sínum hversdagsleika og þekkja hvern krók og kima innan nærsamfélagsins. Vita hvar öryggi gangandi er ógnað, hvar lýsingu vantar eða hvar þarf að draga úr umferðahraða, hvar má fegra með blómum og ljósum. Hvar hjartað slær í hverfinu. Þóknun fyrir þekkingu, vinnu og tengslanet Þau sem hafa unnið í sjálfboðavinnu fyrir foreldrafélög, íþrótta- og tómstundarfélög þekkja vel það dýrmæta grasrótarstarf sem þar er unnið. Með því að greiða fyrir setu í ráðunum er verið að leggja vigt í vinnu fulltrúanna og þá hagsmuni sem þeir standa fyrir. Reykjavíkurborg er óbeint að segja að framlag, þekking og tengslanet í þeirri vinnu sem fer fram innan ráðanna skiptir máli og að það sé vilji til að greiða málamynda þóknun fyrir. Samráð eða sýndarsamráð Við í Breiðholtinu höfum verið einstaklega lánsöm með okkar fulltrúa í ráðinu en íbúar í hverfinu veita okkur gott aðhald, er annt um hverfið sitt og eru duglegir að koma ábendingum á framfæri í málum sem hafa komið á borð ráðsins. Langar mig að nefna nokkur dæmi um hvernig íbúaráðin virka í raun. Ráðið hefur sent inn tillögur sem hafa notið framgöngu innan borgarkerfisins eftir ábendingar íbúa og sett þær inn í forgangsröðun tillagna nýrra fjárfestinga og viðhaldsáætlunar sem á sér stað samhliða vinnu fjárhagsáætlunargerðar Reykjavíkurborgar. Kallað var eftir úrbótum vegna umferðaröryggis barna á leið til Hólabrekkuskóla og Seljaskóla sem sjást í nýsamþykktri umferðaröryggisáætlun árið 2023 þar sem var samþykkt að gera nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla, nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla og að lokum nýja gangbraut með upphækkun og gangbrautalýsingu yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla. Veturinn 2021 var vinna við viðauka Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 en veigamesta breytingin í viðaukanum snéri að hámarkshæð húsa í norður Mjódd. Svæðið var lækkað úr skilgreindri háhýsabyggð, 9 hæðir eða hærri niður í 5-8 hæðir. Samhliða var skerpt á túlkun viðmiða við hámarkshæð þannig að undantekning verði leyfð við götuhorn. Hámarkshæð verði aðeins leyfð í undantekningartilvikum við stakar byggingar og það áréttað sérstaklega, að við mótun byggðar, verði reynt að skala hana niður næst hinni lágreistu íbúðarbyggð og lágmarka þannig skuggavarp. Og svo eru það þessi risastóru litlu mál sem snerta hversdag okkar svo mikið eins og þegar tillaga var lögð fram vorið 2020 um að færa staðsetningu grenndargáma frá Arnarbakka til Leirubakka. Íbúar úr hverfinu fjölmenntu á fund í Breiðholtsskóla, ráðið sendi inn umsögn og var fallið frá þessum breytingum en íbúar vildu halda grenndarsvæðinu við Arnarbakka. Vond umræða vegur að grasrótinni Það er ómálefnalegt að nota einstakt tilvik sem endurspeglar engan veginn það dýrmæta starf sem íbúaráðin inna af hendi annað en að tala þau og íbúalýðræði niður samhliða að gera lítið úr öllum þeim hópi fólks sem vinnur ómetanlegt grasrótarstarf innan hverfa borgarinnar í þágu okkar allra að bættri borg. Allt tal um kostnað er fyrirsláttur til að draga athygli frá því sem mestu máli skiptir. Það er samráðsvettvangurinn sjálfur og þeir fulltrúar grasrótar sem þiggja þóknun fyrir þekkingu og reynslu úr sinni grasrót. Íbúalýðræði í Reykjavík komið til að vera Íbúaráðin í Reykjavík skipta máli. Íbúalýðræði er komið til að vera. Íbúar hafa rödd innan hverfanna í gegnum ráðin, stað til að koma henni á framfæri og fulltrúa sem fylgja henni eftir. Stundum er tekið tillit til þeirra - stundum ekki. Stundum verða íbúar sáttir á meðan aðrir verða ósáttir, stundum er um að ræða málamiðlun milli ólíkra óska, stundum ekki en þannig virkar lýðræðislegt samtal. Tölum það frekar upp en niður. Hvetjum nágranna okkar, ungviðið, íbúa og nærsamfélagið til að taka þátt í því. Nýtum þær rásir sem eru til að móta nærsamfélagið okkar, koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum þannig að ákvarðanataka sé eins upplýst og hægt er. Þannig gerum við góð hverfi og góða borg enn betri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun