Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2023 19:20 Guðmundur Fertram Sigurjónsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa ásamt fleirum unnið saman að því að fá innlenda og erlenda fjárfesta í Kerecis. Stöð 2/Arnar Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. „Unicorn fyrirtæki eru þau start-up eða frumkvöðlafyrirtæki sem vinna gullið á ólympíuleikunum í efnahagslífi heimsins. Kerecis hefur unnið gullið.“ Þannig lýsti Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands tíðindum dagsins. En í Bandaríkjunum eru sprotafyrirtæki sem ná að verða verðmætari en einn milljarður dollara kölluð Unicorn eða einhyrningsfyrirtæki. Ólafur Ragnar hafði milligöngu um að Laurene Powell Jobs, ekkja Apple frumkvöðulsins Steve Jobs fjárfesti í Kerecis. Fyrirtækið var stofnað utan um hugmynd Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og þróuð í Háskólasetrinu á Ísafirði, um að nýta þorskroð til að græða sár. Hér má sjá samanburð á verðmæti Kerecis við söluna í dag í samanburði við nokkur önnur stór íslensk fyrrtæki.Grafík/Kristján Kerecis er nú búið að breyta vinnslu á úrgangi í fiskvinnslu í verðmætasta fyrirtæki landsins. Verðmætara en Icelandair og Eimskip til samans. Vöxtur Kerecis hefur svo sannarlega verið ævintýri líkastur. Starfsemin hófst á Ísafirði fyrir rétt rúmlega áratug og í dag er fyrirtækið eitt stærsta líftæknifyrirtæki í heiminum, að sögn stofnandans. Guðmundur Fertram Sigurjónsson þróaði hugmyndina um að nota sérstaklega unnið þorskroð til að græða stór sár á mannslíkanum. Á rúmlega tíu árum óx sú hugmynd í 180 milljarða verðmæti í dag.Stöð 2/Arnar Hluthafar Kercis eru 400, margir þeirra einstaklingar og fyrirtæki á Ísafirði, sem nú hafa efnast vel á sölunni til danska fyrirtækisins Coloplast, meðal annars hópur starfsmanna. Guðmundur Fertram taldi upp nöfn nokkurra þeirra sem voru á fundinum í dag og þakkaði þeim fyrir að trúa á hugmyndina og leggja sitt af mörkum. „Við erum með gríðarlega sterkan infrastrúktúr í Bandaríkjunum, gott stjórnendateymi og hátt í þrjúhundruð sölumenn. Þetta batterí verður allt óbreytt. Kerecis verður rekið áfram sem sjálfstæð eining, ég verð áfram forstjórinn, varan okkar verður aðgengileg í miklu fleiri löndum út um allan heim. Allt þetta, allar þessar vörur fyrir þessi hundrað og fimmtíu lönd, þær verða framleiddar hér á Ísafirði í verksmiðjunni okkar,“ segir Guðmundur Fertram. Græðandi umbúðir Kerecis sem unnar eru úr þorskroði þykja þær bestu í heiminum. Þær eru notaðar á brunasár, djúp sár eftir slys eða erfið og stór sár sem myndast á fótum fólks með sykursýki og bjargar því oft frá því að fjarlægja verði af fólki fætur eða fótleggi.Kerecis Kerecis hefur meðal annars samninga við bæði bandaríska flotann og landherinn fyrir græðandi umbúðir sínar og sterka markaðasstöðu í Bandaríkjunum. Er með 300 starfsmenn vestanhafs. Danska fyrirtækið, sem stofnað var 1958, hefur hins vegar mikið forskot með sínar lækningavörur í Evrópu og annars staðar í heiminum. Coloplast er til dæmis ráðandi á framleiðslu stomavara í heminum. Þessa dagana er Kerecis að byggja nýtt hús þar sem sameina á tvær verksmiðjur á Ísafirði í nýju sex þúsund fermetra húsnæði. Framleiðslan verður því áfram á Ísafirði enda markaðsleyfið í Bandaríkjunum bundið við afurðirnar þaðan og vinnsluna þar. Forstjórinn segir nóg til af roði til að standa undir aukinni framleiðslu. „Já, það er til nóg af roði. Bara með því roði sem fellur til hér á Ísafirði getum við verið með 100 prósent markaðshlutdeild um allan heim. Við notum 0,01 prósent af því roði sem fellur til á landinu í dag,” segir Guðmundur Fertram. Ólafur Ragnar Grímsson er ákaflega stoltur af árangri Kerecis í hans gamla heimabæ.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar sagði daginn ekki bara einn stærsta dag í atvinnusögu Vestfirðinga og Íslendinga. „Þetta eru líka risa skilaboð til veraldarinnar í baráttunni við loftslagsbreytingar og fyrir sjálfbærni. Að við getum varðveitt lífríki jarðarinnar og hafsins en engu að síður skapað okkur í krafti nýrra auðlinda og hugvits farsæla framtíð.” Sem gamall Ísfirðingur og forseti Íslands, ertu stoltur frá þeim sjónarhóli? „Já meira en stoltur. Bara glaður í hjarta mínu á þann hátt sem erfitt er að lýsa. …. Kannsli er þetta stærsti dagurinn fyrir mig síðan ég fæddist hér á Ísafirði,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gamla heimabænum í dag. Nýsköpun Efnahagsmál Ólafur Ragnar Grímsson Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 7. júlí 2023 08:01 Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki 22. mars 2023 12:10 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Unicorn fyrirtæki eru þau start-up eða frumkvöðlafyrirtæki sem vinna gullið á ólympíuleikunum í efnahagslífi heimsins. Kerecis hefur unnið gullið.“ Þannig lýsti Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands tíðindum dagsins. En í Bandaríkjunum eru sprotafyrirtæki sem ná að verða verðmætari en einn milljarður dollara kölluð Unicorn eða einhyrningsfyrirtæki. Ólafur Ragnar hafði milligöngu um að Laurene Powell Jobs, ekkja Apple frumkvöðulsins Steve Jobs fjárfesti í Kerecis. Fyrirtækið var stofnað utan um hugmynd Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og þróuð í Háskólasetrinu á Ísafirði, um að nýta þorskroð til að græða sár. Hér má sjá samanburð á verðmæti Kerecis við söluna í dag í samanburði við nokkur önnur stór íslensk fyrrtæki.Grafík/Kristján Kerecis er nú búið að breyta vinnslu á úrgangi í fiskvinnslu í verðmætasta fyrirtæki landsins. Verðmætara en Icelandair og Eimskip til samans. Vöxtur Kerecis hefur svo sannarlega verið ævintýri líkastur. Starfsemin hófst á Ísafirði fyrir rétt rúmlega áratug og í dag er fyrirtækið eitt stærsta líftæknifyrirtæki í heiminum, að sögn stofnandans. Guðmundur Fertram Sigurjónsson þróaði hugmyndina um að nota sérstaklega unnið þorskroð til að græða stór sár á mannslíkanum. Á rúmlega tíu árum óx sú hugmynd í 180 milljarða verðmæti í dag.Stöð 2/Arnar Hluthafar Kercis eru 400, margir þeirra einstaklingar og fyrirtæki á Ísafirði, sem nú hafa efnast vel á sölunni til danska fyrirtækisins Coloplast, meðal annars hópur starfsmanna. Guðmundur Fertram taldi upp nöfn nokkurra þeirra sem voru á fundinum í dag og þakkaði þeim fyrir að trúa á hugmyndina og leggja sitt af mörkum. „Við erum með gríðarlega sterkan infrastrúktúr í Bandaríkjunum, gott stjórnendateymi og hátt í þrjúhundruð sölumenn. Þetta batterí verður allt óbreytt. Kerecis verður rekið áfram sem sjálfstæð eining, ég verð áfram forstjórinn, varan okkar verður aðgengileg í miklu fleiri löndum út um allan heim. Allt þetta, allar þessar vörur fyrir þessi hundrað og fimmtíu lönd, þær verða framleiddar hér á Ísafirði í verksmiðjunni okkar,“ segir Guðmundur Fertram. Græðandi umbúðir Kerecis sem unnar eru úr þorskroði þykja þær bestu í heiminum. Þær eru notaðar á brunasár, djúp sár eftir slys eða erfið og stór sár sem myndast á fótum fólks með sykursýki og bjargar því oft frá því að fjarlægja verði af fólki fætur eða fótleggi.Kerecis Kerecis hefur meðal annars samninga við bæði bandaríska flotann og landherinn fyrir græðandi umbúðir sínar og sterka markaðasstöðu í Bandaríkjunum. Er með 300 starfsmenn vestanhafs. Danska fyrirtækið, sem stofnað var 1958, hefur hins vegar mikið forskot með sínar lækningavörur í Evrópu og annars staðar í heiminum. Coloplast er til dæmis ráðandi á framleiðslu stomavara í heminum. Þessa dagana er Kerecis að byggja nýtt hús þar sem sameina á tvær verksmiðjur á Ísafirði í nýju sex þúsund fermetra húsnæði. Framleiðslan verður því áfram á Ísafirði enda markaðsleyfið í Bandaríkjunum bundið við afurðirnar þaðan og vinnsluna þar. Forstjórinn segir nóg til af roði til að standa undir aukinni framleiðslu. „Já, það er til nóg af roði. Bara með því roði sem fellur til hér á Ísafirði getum við verið með 100 prósent markaðshlutdeild um allan heim. Við notum 0,01 prósent af því roði sem fellur til á landinu í dag,” segir Guðmundur Fertram. Ólafur Ragnar Grímsson er ákaflega stoltur af árangri Kerecis í hans gamla heimabæ.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar sagði daginn ekki bara einn stærsta dag í atvinnusögu Vestfirðinga og Íslendinga. „Þetta eru líka risa skilaboð til veraldarinnar í baráttunni við loftslagsbreytingar og fyrir sjálfbærni. Að við getum varðveitt lífríki jarðarinnar og hafsins en engu að síður skapað okkur í krafti nýrra auðlinda og hugvits farsæla framtíð.” Sem gamall Ísfirðingur og forseti Íslands, ertu stoltur frá þeim sjónarhóli? „Já meira en stoltur. Bara glaður í hjarta mínu á þann hátt sem erfitt er að lýsa. …. Kannsli er þetta stærsti dagurinn fyrir mig síðan ég fæddist hér á Ísafirði,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gamla heimabænum í dag.
Nýsköpun Efnahagsmál Ólafur Ragnar Grímsson Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 7. júlí 2023 08:01 Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki 22. mars 2023 12:10 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20
Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. 7. júlí 2023 08:01
Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki 22. mars 2023 12:10